Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 19:15 Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira