Er fjársvelt háskólakerfi lykillinn að framtíðinni? Ragna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2017 08:04 Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun