Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 19:15 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira