Ráðherrabull Kári Stefánsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. Ég hafði reyndar boðið þetta áður og í öðru samhengi og var í það skiptið eins og í þetta sinn ekki virtur svars. Það er tvennt í orðum dómsmálaráðherra sem ég hef út á að setja: Í Fréttatímanum segir orðrétt: „Þetta hefur komið til skoðunar. Hingað til hefur verið samningur við rannsóknarstofu í Svíþjóð, en árið 2012 – 2013 var skoðað sérstaklega hvort það myndi borga sig að færa þessa starfsemi hingað til lands,“ segir Sigríður. „Tvö fyrirtæki komu til greina og fór innanríkisráðuneytið í greiningarvinnu ásamt ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Og þá mátu menn sem svo að svona samstarf hér á landi svaraði ekki kostnaði. Þar fyrir utan þótti samningurinn við sænska rannsóknarfyrirtækið góður.“ Í fyrsta lagi bauðst Íslensk erfðagreining til þess að annast þetta verkefni ókeypis, annað hvort með því að sjá um greiningu sýna fyrir lögregluna eða hjálpa henni við að koma upp eigin rannsóknarstofu henni að kostnaðarlausu, sem myndi nýta sér tæki, þekkingu, reynslu og gögn Íslenskrar erfðagreiningar. Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni. Í öðru lagi er engin þekking eða reynsla til staðar hjá innanríkisráðuneytinu, ríkislögreglustjóra eða lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem gerir þeim kleift að komast að raun um hvað þurfi til þess að setja upp rannsóknarstofu til þess að rýna í DNA á Íslandi. Til þess að ályktun þeirra yrði eitthvað meira en ábyrgðarlaust blaður hefðu þessir aðilar orðið að leita sér ráða hjá þeim sem hafa sett á laggirnar svona rannsóknarstofu á Íslandi. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi gert það. Síðan segir Sigríður: „Það var líka sjónarmið að það væri ákveðinn kostur að hafa þessa starfsemi erlendis vegna smæðar samfélagsins.“ Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Það sem gerir það hins vegar að verkum að það er hreint glapræði að fela þetta verkefni erlendum aðilum er að það er hægt að fá svo miklu meiri upplýsingar (eða vísbendingar) út úr röðum níturbasa í erfðaefni Íslendinga ef vinnan er unnin hér heima. Ástæðan er eftirfarandi: Það má skipta vinnunni við lífsýnin í fjóra þætti, öflun lífsýna á vettvangi, einangrun DNA úr lífsýnum, raðgreiningu DNA (eða arfgerðagreiningu) og úrvinnslu úr gögnum. Fyrsta þáttinn verður auðvitað að vinna á vettvangi en næstu tvo væri hægt að vinna jafnvel í útlandinu eins og hér heima, en engu betur. Ef greining gagna er hins vegar unnin í Svíþjóð er einungis hægt að bera DNA af vettvangi glæps saman við DNA úr einstaklingi sem liggur undir grun. Ef greining gagna ætti sér stað hér á landi gætum við hins vegar sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum. Í þessu felst tækifæri til byltingarkenndra framfara í réttarlæknisfræði. Það má heldur ekki gleyma því að þegar lífsýni er sent til útlanda til greiningar flyst forræði yfir sýninu í hendur þeirra sem lögreglan ræður ekki yfir og lúta ekki íslenskum lögum. Það telst óæskilegt þótt það sé ekki frágangssök. Það er ljóst af ofansögðu að núverandi dómsmálaráðherra líður ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt. Svo er það annað lögmál klassískrar rökfræði sem segir okkur að það sé hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum. Það er nefnilega að öllum líkindum rétt niðurstaða fyrir Íslenska erfðagreiningu að þurfa ekki að sinna réttarlæknisfræðirannsóknum vegna þess að þær hefðu kostað okkur amstur og við hefðum líklega verið réttilega gagnrýnd fyrir að nota upplýsingar sem var aflað í vísindaskyni til þess að negla glæpamenn. Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir þessu þegar við buðum fram þjónustu okkar en við erum einfaldlega eins og aðrir í þessu samfélagi að þegar birnuharmleikir eiga sér stað eru nokkrar líkur á því að tilfinningar beri skynsemina ofurliði. En það er líka hægt, og líklegra en hitt, að menn komist að rangri niðurstöðu á grundvelli rangra forsendna og ég er handviss um að það er röng niðurstaða fyrir íslenskt samfélag að ráðuneytið hafnaði því að nýta þá möguleika sem eru raktir hér að ofan. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. Ég hafði reyndar boðið þetta áður og í öðru samhengi og var í það skiptið eins og í þetta sinn ekki virtur svars. Það er tvennt í orðum dómsmálaráðherra sem ég hef út á að setja: Í Fréttatímanum segir orðrétt: „Þetta hefur komið til skoðunar. Hingað til hefur verið samningur við rannsóknarstofu í Svíþjóð, en árið 2012 – 2013 var skoðað sérstaklega hvort það myndi borga sig að færa þessa starfsemi hingað til lands,“ segir Sigríður. „Tvö fyrirtæki komu til greina og fór innanríkisráðuneytið í greiningarvinnu ásamt ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Og þá mátu menn sem svo að svona samstarf hér á landi svaraði ekki kostnaði. Þar fyrir utan þótti samningurinn við sænska rannsóknarfyrirtækið góður.“ Í fyrsta lagi bauðst Íslensk erfðagreining til þess að annast þetta verkefni ókeypis, annað hvort með því að sjá um greiningu sýna fyrir lögregluna eða hjálpa henni við að koma upp eigin rannsóknarstofu henni að kostnaðarlausu, sem myndi nýta sér tæki, þekkingu, reynslu og gögn Íslenskrar erfðagreiningar. Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni. Í öðru lagi er engin þekking eða reynsla til staðar hjá innanríkisráðuneytinu, ríkislögreglustjóra eða lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem gerir þeim kleift að komast að raun um hvað þurfi til þess að setja upp rannsóknarstofu til þess að rýna í DNA á Íslandi. Til þess að ályktun þeirra yrði eitthvað meira en ábyrgðarlaust blaður hefðu þessir aðilar orðið að leita sér ráða hjá þeim sem hafa sett á laggirnar svona rannsóknarstofu á Íslandi. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi gert það. Síðan segir Sigríður: „Það var líka sjónarmið að það væri ákveðinn kostur að hafa þessa starfsemi erlendis vegna smæðar samfélagsins.“ Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Það sem gerir það hins vegar að verkum að það er hreint glapræði að fela þetta verkefni erlendum aðilum er að það er hægt að fá svo miklu meiri upplýsingar (eða vísbendingar) út úr röðum níturbasa í erfðaefni Íslendinga ef vinnan er unnin hér heima. Ástæðan er eftirfarandi: Það má skipta vinnunni við lífsýnin í fjóra þætti, öflun lífsýna á vettvangi, einangrun DNA úr lífsýnum, raðgreiningu DNA (eða arfgerðagreiningu) og úrvinnslu úr gögnum. Fyrsta þáttinn verður auðvitað að vinna á vettvangi en næstu tvo væri hægt að vinna jafnvel í útlandinu eins og hér heima, en engu betur. Ef greining gagna er hins vegar unnin í Svíþjóð er einungis hægt að bera DNA af vettvangi glæps saman við DNA úr einstaklingi sem liggur undir grun. Ef greining gagna ætti sér stað hér á landi gætum við hins vegar sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum. Í þessu felst tækifæri til byltingarkenndra framfara í réttarlæknisfræði. Það má heldur ekki gleyma því að þegar lífsýni er sent til útlanda til greiningar flyst forræði yfir sýninu í hendur þeirra sem lögreglan ræður ekki yfir og lúta ekki íslenskum lögum. Það telst óæskilegt þótt það sé ekki frágangssök. Það er ljóst af ofansögðu að núverandi dómsmálaráðherra líður ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt. Svo er það annað lögmál klassískrar rökfræði sem segir okkur að það sé hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum. Það er nefnilega að öllum líkindum rétt niðurstaða fyrir Íslenska erfðagreiningu að þurfa ekki að sinna réttarlæknisfræðirannsóknum vegna þess að þær hefðu kostað okkur amstur og við hefðum líklega verið réttilega gagnrýnd fyrir að nota upplýsingar sem var aflað í vísindaskyni til þess að negla glæpamenn. Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir þessu þegar við buðum fram þjónustu okkar en við erum einfaldlega eins og aðrir í þessu samfélagi að þegar birnuharmleikir eiga sér stað eru nokkrar líkur á því að tilfinningar beri skynsemina ofurliði. En það er líka hægt, og líklegra en hitt, að menn komist að rangri niðurstöðu á grundvelli rangra forsendna og ég er handviss um að það er röng niðurstaða fyrir íslenskt samfélag að ráðuneytið hafnaði því að nýta þá möguleika sem eru raktir hér að ofan. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun