Gátu loks ferðast til Bandaríkjanna þegar tilskipun Trumps var felld úr gildi: „Áttaði mig á því að mig væri ekki að dreyma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 23:30 Fuad Zharef og Nael Zanor eru meðal þeirra þúsunda einstaklinga sem tilskipun Trump hafði áhrif á. Vísir/EPA Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“ Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“
Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira