Ricardo Tisci yfirgefur Givenchy Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 17:15 Mikill missir fyrir Givenchy. Mynd/Getty Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður. Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Best klæddu stjörnurnar í vikunni Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour
Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður.
Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Best klæddu stjörnurnar í vikunni Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour