Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur-Njarðvík 91-100 | Njarðvíkingar áfram á sigurbraut Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 2. febrúar 2017 21:00 Logi Gunnarsson er stigahæsti Íslendingurinn í deildinni. vísir/eyþór Njarðvíkingar unnu gífurlega mikilvægan sigur í 16.umferð Domino’s deild karla í kvöld þegar þeir sóttu Skallagrímsmenn heim í Borgarnesið. Þetta er fjórði sigur hinna grænu í röð og skjóta þeir sér upp í 7.sæti með 16 stig á meðan Skallagrímsmenn sitja eftir í 10.sæti og óþægilega nálægt fallsæti. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn fanta vel og skoruðu fyrstu níu stig leiksins. Það var ekki fyrr en um tvær mínútur voru liðnar að Logi Gunnarsson kom gestunum á blað með kunnuglegum þrist. Eftir það fóru Njarðvíkingar hægt og rólega að komast af stað, skotin fóru að rata rétta leið og sóknarleikur að smella saman. Í 2.leikhluta fóru Skallagrímsmenn að festast fyrir utan þriggja stiga línuna þrátt fyrir slæma skotnýtingu og á meðan fór Jeremy Atkins mikinn í teig sinna manna og uppskar vel á vítalínunni. Leikhlutinn í heild var ekki skemmtilegur á að líta og mikill skortur á flæði þar sem dómarar voru stöðugt að stöðva leik með mis-vinsælum villum. Staðan í hálfleik var 52-43 fyrir gestina. Í seinni hálfleik héldu Njarðvíkingar heimamönnum í þægilegri fjarlægð og leiddu allann þriðja leikhluta og mest allan fjórða leikhluta en Skallagrímsmenn voru ekki að nýta sín færi vel í kvöld. Það var ekki fyrr en um fimm mínútur voru eftir af leiktíma að Eyjólfur Ásberg jafnaði leik fyrir Skallana og kom þeim í stöðuna 80-80 og reif sömuleiðis stemmninguna upp í Fjósinu. Því miður fyrir Skallana þá eru Njarðvíkingar með mann eins og Loga Gunnarsson sem er einn sá reynslumesti í deildinni en hann slökkti vonar eldinn hjá Skallagrímsmönnum strax með því að skora átta stig á einu bretti. Njarðvíkingar kláruðu svo leikinn örugglega á loka mínútunum. Lokatölur 100-91 gestunum í vil.Af hverju vann Njarðvík? Bæði lið spiluðu af hörku í kvöld en þegar allt er til alls litið þá voru Njarðvíkingar að nýta sín færi mun betur en heimamenn með því að vanda skotvalið. Einnig voru Njarðvíkingar að pressa meiri hlutann af leiknum sem uppskar í stolnum boltum og auðveldum stigum. Þessi pressa hefur haft áhrif á Skallana.Bestu menn vallarins? Bestur hjá Njarðvík var Jeremy Atkins en hann var með 34 stig. Hann var duglegur að sækja á körfuna og fékk heilan helling af vítum sem hann nýtti vel. Einnig drjúgur fyrir hina grænu var Logi Gunnars með 16 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var Flennard Whitfield bestur sinna manna með 32 stig og 21 fráköst. Það var svo hann Eyjólfur Ásberg sem vaknaði til lífs í seinni hálfleik og hélt baráttunni uppi fyrir Skallana. Hann skoraði 22 stig og níu fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem helst vakti athygli var að Jeremy Atkins skoraði 34 stig en 16 af þeim stigum komu af vítalínunni. Hann fór samtals 17 sinnu á vítapunktinn og klúðraði einungis úr einu víti sem gerir 94% vítanýtingu og það verður að teljast afar gott.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir Skallagrímsmenn að ná einhverju almennilegu flugi og flæði í sóknarleik þar sem dómarar dæmdu mikið af villum. Með hverri ferð sem Atkins fór á vítalínuna þá stoppaðist allt fyrir Skallagrím og úr því varð stirður sóknarleikur. Í endann vantaði svo bara pínu meiri neista í heimamenn til að klára leikinn því þeir höfðu svo sannarlega getað það hefði verið aðeins sterkara blóðbragð í munninum. Svo fór sem fór, og Njarðvíkingar á blússandi siglingu.Logi: Mjög sáttur Logi Gunnarsson brosti breitt eftir leik og var heilt yfir ánægður með leik sinn og sinna manna. „Við vorum á tímabili að standa okkur eins og við vildum og settum upp með. Við vorum 9 stigum yfir í hálfleik á erfiðum útivelli en svo koma þeir með áhlaup og mér fannst við fara í smá „panic“ en náðum að standa það af okkur vel og stigum upp þegar þurfti, hittum úr skotum sem virkilega þurfti að hitta úr,” sagði Logi hress. „Það var ekki mikið í gangi hjá mér og mér fannst ég ekki vera að gera það sem ég átti að vera að gera en mig langaði svo mikið að vinna og við þurftum að vinna. Við gerðum það allir í endann og ég er mjög sáttur með að hafa klárað þetta.” Njarðvíkingar hafa oft verið sakaðir um að vera bakvarðarlið en með komu Jeremy Atkins þá hefur sóknarleikurinn fengið smá fjölbreytileika. „Við erum komnir með stærri leikmenn, þrjá, fjóra, stóra leikmenn sem við hreinlega vorum bara ekki með fyrir áramót og erum þar af leiðandi komnir með aðeins öðruvísi stíl og það er bara jákvætt.”Daníel: Alltaf erfitt að koma í Fjósið Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga var glaður á að sjá eftir leik sinna manna og hafði bara gott að segja um gang leiks. „Það er alltaf rosalega erfitt að koma hérna í Fjósið og ná í tvö stig. Við gerðum það sem við áttum að gera mest allan leikinn og þess vegna uppskárum við þennan sigur. Skallagrímsmenn komu til baka eins og þeir gera alltaf en við erum með góða leiðtoga í okkar liði sem stíga upp í endann og það er þess vegna náðum við í þessi tvö stig.” Þó svo að Njarðvík hafi leitt nánast allan leikinn þá náðu heimamenn að klóra í bakkann og komast yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir af leik. „Mér fannst við alltaf vera með leikinn í hendi okkar en gerðum aldrei nóg of mikið til þess að slíta þá frá okkur. Við lögðum upp með að fara djúpt í sóknarleikinn okkar og spila hann vel, teygja vel á gólfinu, og við gerðum það. Virkilega sáttur heilt yfir,” sagði Daníel að lokum. Finnur: Þetta er erfitt Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms var hálf vængbrotinn eftir leik á að sjá. „Það voru miklar sveiflur í þessum leik. Við vorum tveimur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og þetta endar í níu stiga mun. Þetta voru slæmar ákvarðanatökur hjá okkur sóknarlega þarna í lokin,” sagði Finnur Jónsson um lokamínútur leiksins við blaðamann vísis. En þó svo að hafa tapað núna fjórða leiknum í röð þá er Finnur ekkert að fara að gefast upp og heldur í jákvæðnina og trúna. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur og það er fínn andi í liðinu, þetta verður erfitt, þetta er erfitt, það er hundfúlt að tapa. Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá okkur þannig það er bara að girða sig í brók,” sagði Finnur ákveðinn að lokum.Textalýsing: Skallagrímur - Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Njarðvíkingar unnu gífurlega mikilvægan sigur í 16.umferð Domino’s deild karla í kvöld þegar þeir sóttu Skallagrímsmenn heim í Borgarnesið. Þetta er fjórði sigur hinna grænu í röð og skjóta þeir sér upp í 7.sæti með 16 stig á meðan Skallagrímsmenn sitja eftir í 10.sæti og óþægilega nálægt fallsæti. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn fanta vel og skoruðu fyrstu níu stig leiksins. Það var ekki fyrr en um tvær mínútur voru liðnar að Logi Gunnarsson kom gestunum á blað með kunnuglegum þrist. Eftir það fóru Njarðvíkingar hægt og rólega að komast af stað, skotin fóru að rata rétta leið og sóknarleikur að smella saman. Í 2.leikhluta fóru Skallagrímsmenn að festast fyrir utan þriggja stiga línuna þrátt fyrir slæma skotnýtingu og á meðan fór Jeremy Atkins mikinn í teig sinna manna og uppskar vel á vítalínunni. Leikhlutinn í heild var ekki skemmtilegur á að líta og mikill skortur á flæði þar sem dómarar voru stöðugt að stöðva leik með mis-vinsælum villum. Staðan í hálfleik var 52-43 fyrir gestina. Í seinni hálfleik héldu Njarðvíkingar heimamönnum í þægilegri fjarlægð og leiddu allann þriðja leikhluta og mest allan fjórða leikhluta en Skallagrímsmenn voru ekki að nýta sín færi vel í kvöld. Það var ekki fyrr en um fimm mínútur voru eftir af leiktíma að Eyjólfur Ásberg jafnaði leik fyrir Skallana og kom þeim í stöðuna 80-80 og reif sömuleiðis stemmninguna upp í Fjósinu. Því miður fyrir Skallana þá eru Njarðvíkingar með mann eins og Loga Gunnarsson sem er einn sá reynslumesti í deildinni en hann slökkti vonar eldinn hjá Skallagrímsmönnum strax með því að skora átta stig á einu bretti. Njarðvíkingar kláruðu svo leikinn örugglega á loka mínútunum. Lokatölur 100-91 gestunum í vil.Af hverju vann Njarðvík? Bæði lið spiluðu af hörku í kvöld en þegar allt er til alls litið þá voru Njarðvíkingar að nýta sín færi mun betur en heimamenn með því að vanda skotvalið. Einnig voru Njarðvíkingar að pressa meiri hlutann af leiknum sem uppskar í stolnum boltum og auðveldum stigum. Þessi pressa hefur haft áhrif á Skallana.Bestu menn vallarins? Bestur hjá Njarðvík var Jeremy Atkins en hann var með 34 stig. Hann var duglegur að sækja á körfuna og fékk heilan helling af vítum sem hann nýtti vel. Einnig drjúgur fyrir hina grænu var Logi Gunnars með 16 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var Flennard Whitfield bestur sinna manna með 32 stig og 21 fráköst. Það var svo hann Eyjólfur Ásberg sem vaknaði til lífs í seinni hálfleik og hélt baráttunni uppi fyrir Skallana. Hann skoraði 22 stig og níu fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem helst vakti athygli var að Jeremy Atkins skoraði 34 stig en 16 af þeim stigum komu af vítalínunni. Hann fór samtals 17 sinnu á vítapunktinn og klúðraði einungis úr einu víti sem gerir 94% vítanýtingu og það verður að teljast afar gott.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir Skallagrímsmenn að ná einhverju almennilegu flugi og flæði í sóknarleik þar sem dómarar dæmdu mikið af villum. Með hverri ferð sem Atkins fór á vítalínuna þá stoppaðist allt fyrir Skallagrím og úr því varð stirður sóknarleikur. Í endann vantaði svo bara pínu meiri neista í heimamenn til að klára leikinn því þeir höfðu svo sannarlega getað það hefði verið aðeins sterkara blóðbragð í munninum. Svo fór sem fór, og Njarðvíkingar á blússandi siglingu.Logi: Mjög sáttur Logi Gunnarsson brosti breitt eftir leik og var heilt yfir ánægður með leik sinn og sinna manna. „Við vorum á tímabili að standa okkur eins og við vildum og settum upp með. Við vorum 9 stigum yfir í hálfleik á erfiðum útivelli en svo koma þeir með áhlaup og mér fannst við fara í smá „panic“ en náðum að standa það af okkur vel og stigum upp þegar þurfti, hittum úr skotum sem virkilega þurfti að hitta úr,” sagði Logi hress. „Það var ekki mikið í gangi hjá mér og mér fannst ég ekki vera að gera það sem ég átti að vera að gera en mig langaði svo mikið að vinna og við þurftum að vinna. Við gerðum það allir í endann og ég er mjög sáttur með að hafa klárað þetta.” Njarðvíkingar hafa oft verið sakaðir um að vera bakvarðarlið en með komu Jeremy Atkins þá hefur sóknarleikurinn fengið smá fjölbreytileika. „Við erum komnir með stærri leikmenn, þrjá, fjóra, stóra leikmenn sem við hreinlega vorum bara ekki með fyrir áramót og erum þar af leiðandi komnir með aðeins öðruvísi stíl og það er bara jákvætt.”Daníel: Alltaf erfitt að koma í Fjósið Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga var glaður á að sjá eftir leik sinna manna og hafði bara gott að segja um gang leiks. „Það er alltaf rosalega erfitt að koma hérna í Fjósið og ná í tvö stig. Við gerðum það sem við áttum að gera mest allan leikinn og þess vegna uppskárum við þennan sigur. Skallagrímsmenn komu til baka eins og þeir gera alltaf en við erum með góða leiðtoga í okkar liði sem stíga upp í endann og það er þess vegna náðum við í þessi tvö stig.” Þó svo að Njarðvík hafi leitt nánast allan leikinn þá náðu heimamenn að klóra í bakkann og komast yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir af leik. „Mér fannst við alltaf vera með leikinn í hendi okkar en gerðum aldrei nóg of mikið til þess að slíta þá frá okkur. Við lögðum upp með að fara djúpt í sóknarleikinn okkar og spila hann vel, teygja vel á gólfinu, og við gerðum það. Virkilega sáttur heilt yfir,” sagði Daníel að lokum. Finnur: Þetta er erfitt Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms var hálf vængbrotinn eftir leik á að sjá. „Það voru miklar sveiflur í þessum leik. Við vorum tveimur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og þetta endar í níu stiga mun. Þetta voru slæmar ákvarðanatökur hjá okkur sóknarlega þarna í lokin,” sagði Finnur Jónsson um lokamínútur leiksins við blaðamann vísis. En þó svo að hafa tapað núna fjórða leiknum í röð þá er Finnur ekkert að fara að gefast upp og heldur í jákvæðnina og trúna. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur og það er fínn andi í liðinu, þetta verður erfitt, þetta er erfitt, það er hundfúlt að tapa. Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá okkur þannig það er bara að girða sig í brók,” sagði Finnur ákveðinn að lokum.Textalýsing: Skallagrímur - Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira