Handbolti

Allt gekk upp hjá Örnu Sif í sigri á einu besta liði deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Sif Pálsdóttir var flott í kvöld.
Arna Sif Pálsdóttir var flott í kvöld. Vísir/Ernir
Íslendingaliðið OGC Nice vann flottan sigur á liðinu í öðru sæti í franska kvennahandboltanum í kvöld.

OGC Nice vann Brest Bretagne 22-17 eftir að hafa verið 13-9 yfir í hálfleik.

Íslensku landsliðskonurnar áttu misjafnan dag. Arna Sif Pálsdóttir nýtti öll fimm skotin sín á línunni og var næstmarkahæst í liðinu.

Karen Knútsdóttir klikkaði hinsvegar á öllum fimm skotunum sínum. Karen átti þó allavega tvær flottar stoðsendingar inn á landa sinn á línunni.

Þetta er frábær sigur fyrir OGC Nice sen var átta sætum og ellefu stigum neðar í töflunni fyrir leikinn.

OGC Nice endaði líka sex leikja taphrinu með sigrinum og því var vel fagnað í klefanum í leikslok. Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins síðan á móti Celles-sur-Belle í lok september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×