Tryggvi Hrafn sá óvæntasti í íslenska hópnum: „Alveg geggjað símtal“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2017 08:30 Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er yngsti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni til Las Vegas þar sem liðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson er tvítugur en hann er sonur landsliðsmannanna Haraldar Ingólfssonar (20 A-landsleikir, 1 mark) og Jónínu Víglundsdóttur (11 A-landsleikir, 2 mörk). Tryggvi Hrafn var gestur í Akraborginni í gær og fór aðeins yfir hvernig honum varð við þegar hann frétti af þessu. „Þetta kom á óvart og sennilega kom þetta mörgum á óvart. Ég vissi í rauninni ekki að það væri einhver verkefni á leiðinni,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson. „Heimir hringdi um helgina og sagði að hann ætlaði að taka mig með til Bandaríkjanna. Það var alveg geggjað símtal,“ sagði Tryggvi Hrafn en hvað sögðu foreldrar hans? „Þau voru hissa líka en þetta er bara gaman fyrir alla,“ sagði Tryggvi en hann hefur ekki verið hræddur um að einhver væri að gera grín í honum: „Nei, þetta var ekki svo slæmt,“ sagði Tryggvi. „Þetta kom á óvart en það þýðir ekkert að ég ætli að vera einhver farþegi í þessu. Ég ætla að sýna hvað ég get og nýta þetta tækifæri,“ sagði Tryggvi. Það vekur athygli að hann hefur ekki spilað með yngri landsliðinum en er núna kominn í A-landsliðið. Hvernig stendur á því? „Ég get í rauninni ekki svarað því. Ég var meiddur þegar ég var gjaldgengur í undir 19 ára liðið. Það var ekki hægt að velja mig þar. Það eru 21 árs verkefni framundan og ég er að vonast til að vera valinn í það,“ sagði Tryggvi. Hann ætlar að nýta sér þennan meðbyr. „Það er mikil hvatning að vera valinn í svona hóp og ég nýti mér það,“ sagði Tryggvi en það má heyra allt spjallið í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári: Byrjunin á góðu ævintýri Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir kýpverska liðsins Omonoia Nicosia frá Malmö í Svíþjóð. Kári átti gott tímabil með Malmö er liðið varð meistari í fyrra. Þrátt fyrir það var Malmö tilbúið að láta hann fara. 31. janúar 2017 06:00 Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. 31. janúar 2017 15:13 Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Heimir Hallgrímsson vissi ekki að Lars Lagerbäck var að fara að taka við Noregi það kemur honum ekki á óvart. 1. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er yngsti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni til Las Vegas þar sem liðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson er tvítugur en hann er sonur landsliðsmannanna Haraldar Ingólfssonar (20 A-landsleikir, 1 mark) og Jónínu Víglundsdóttur (11 A-landsleikir, 2 mörk). Tryggvi Hrafn var gestur í Akraborginni í gær og fór aðeins yfir hvernig honum varð við þegar hann frétti af þessu. „Þetta kom á óvart og sennilega kom þetta mörgum á óvart. Ég vissi í rauninni ekki að það væri einhver verkefni á leiðinni,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson. „Heimir hringdi um helgina og sagði að hann ætlaði að taka mig með til Bandaríkjanna. Það var alveg geggjað símtal,“ sagði Tryggvi Hrafn en hvað sögðu foreldrar hans? „Þau voru hissa líka en þetta er bara gaman fyrir alla,“ sagði Tryggvi en hann hefur ekki verið hræddur um að einhver væri að gera grín í honum: „Nei, þetta var ekki svo slæmt,“ sagði Tryggvi. „Þetta kom á óvart en það þýðir ekkert að ég ætli að vera einhver farþegi í þessu. Ég ætla að sýna hvað ég get og nýta þetta tækifæri,“ sagði Tryggvi. Það vekur athygli að hann hefur ekki spilað með yngri landsliðinum en er núna kominn í A-landsliðið. Hvernig stendur á því? „Ég get í rauninni ekki svarað því. Ég var meiddur þegar ég var gjaldgengur í undir 19 ára liðið. Það var ekki hægt að velja mig þar. Það eru 21 árs verkefni framundan og ég er að vonast til að vera valinn í það,“ sagði Tryggvi. Hann ætlar að nýta sér þennan meðbyr. „Það er mikil hvatning að vera valinn í svona hóp og ég nýti mér það,“ sagði Tryggvi en það má heyra allt spjallið í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári: Byrjunin á góðu ævintýri Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir kýpverska liðsins Omonoia Nicosia frá Malmö í Svíþjóð. Kári átti gott tímabil með Malmö er liðið varð meistari í fyrra. Þrátt fyrir það var Malmö tilbúið að láta hann fara. 31. janúar 2017 06:00 Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. 31. janúar 2017 15:13 Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Heimir Hallgrímsson vissi ekki að Lars Lagerbäck var að fara að taka við Noregi það kemur honum ekki á óvart. 1. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Kári: Byrjunin á góðu ævintýri Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir kýpverska liðsins Omonoia Nicosia frá Malmö í Svíþjóð. Kári átti gott tímabil með Malmö er liðið varð meistari í fyrra. Þrátt fyrir það var Malmö tilbúið að láta hann fara. 31. janúar 2017 06:00
Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. 31. janúar 2017 15:13
Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Heimir Hallgrímsson vissi ekki að Lars Lagerbäck var að fara að taka við Noregi það kemur honum ekki á óvart. 1. febrúar 2017 12:08