Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 23:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45
Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46