Engin grundvallarbreyting Stjórnarmaðurinn skrifar 19. febrúar 2017 11:00 Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf