Vil fá ákveðin svör á Algarve Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2017 06:00 Freyr á blaðamannafundinum í gær. vísir/sigurjón Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi 23 leikmenn í ferðina til Algarve. Andstæðingar íslenska liðsins þar eru mjög sterkir en stelpurnar munu mæta Noregi, Japan og Spáni. Meiðsli hafa verið að herja á kvennalandsliðið. Hólmfríður Magnúsdóttir verður lengi frá, Margrét Lára Viðarsdóttir er nýfarin af stað eftir aðgerð og svo meiddist Dagný Brynjarsdóttir í baki. Margrét Lára og Dagný komast með út. Þetta er í fjórða sinn sem Freyr fer með liðið á þetta mót. Í tvígang hefur liðið náð þriðja sæti og einu sinni varð liðið í áttunda sæti. Hann fór fram á að liðið myndi vinna mótið í fyrra en segir að úrslitin skipti ekki öllu máli núna. „Ég er alltaf að prófa hópinn og hafði aldrei nálgast það áður með liðinu að ætla að vinna mót. Ég vildi sjá hvernig stelpurnar myndu bregðast við því,“ segir Freyr sem ætlar að nýta mótið núna til þess að undirbúa liðið sem best fyrir stóra mótið í sumar. „Ég mun aðeins fikta með taktík núna þannig að eftir mótið séum við ekki með neinar spurningar. Heldur að við getum keyrt beint áfram til að vera 100 prósent klár með liðið í sumar.“ Freyr prófaði að láta liðið spila 3-5-2 í Kína á dögunum og mun halda því áfram á Algarve. „Ég vil að við náum aðeins betri tökum á 3-5-2. Við verðum að eiga það uppi í erminni. Við gætum nefnilega þurft að nota það á móti bæði Frökkum og Sviss á EM. Við verðum að klára það núna því ég get ekki gert það í leikjunum í apríl og júní. Ég mun láta liðið spila 3-5-2 í tveimur leikjum að minnsta kosti og kannski í þremur.“ Sóknarleikurinn er ákveðinn hausverkur án Hörpu Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Harpa skoraði tíu mörk í sex leikjum í undankeppni EM og var markahæst í undankeppninni. „Þarna eru tveir lykilmenn í sóknarleiknum. Við þurfum að sjá hvort við getum leyst þetta í okkar kerfi innan frá eða hvort við þurfum hreinlega að breyta leikfræðinni aðeins. Ég vil fá þau svör núna en ekki síðar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi 23 leikmenn í ferðina til Algarve. Andstæðingar íslenska liðsins þar eru mjög sterkir en stelpurnar munu mæta Noregi, Japan og Spáni. Meiðsli hafa verið að herja á kvennalandsliðið. Hólmfríður Magnúsdóttir verður lengi frá, Margrét Lára Viðarsdóttir er nýfarin af stað eftir aðgerð og svo meiddist Dagný Brynjarsdóttir í baki. Margrét Lára og Dagný komast með út. Þetta er í fjórða sinn sem Freyr fer með liðið á þetta mót. Í tvígang hefur liðið náð þriðja sæti og einu sinni varð liðið í áttunda sæti. Hann fór fram á að liðið myndi vinna mótið í fyrra en segir að úrslitin skipti ekki öllu máli núna. „Ég er alltaf að prófa hópinn og hafði aldrei nálgast það áður með liðinu að ætla að vinna mót. Ég vildi sjá hvernig stelpurnar myndu bregðast við því,“ segir Freyr sem ætlar að nýta mótið núna til þess að undirbúa liðið sem best fyrir stóra mótið í sumar. „Ég mun aðeins fikta með taktík núna þannig að eftir mótið séum við ekki með neinar spurningar. Heldur að við getum keyrt beint áfram til að vera 100 prósent klár með liðið í sumar.“ Freyr prófaði að láta liðið spila 3-5-2 í Kína á dögunum og mun halda því áfram á Algarve. „Ég vil að við náum aðeins betri tökum á 3-5-2. Við verðum að eiga það uppi í erminni. Við gætum nefnilega þurft að nota það á móti bæði Frökkum og Sviss á EM. Við verðum að klára það núna því ég get ekki gert það í leikjunum í apríl og júní. Ég mun láta liðið spila 3-5-2 í tveimur leikjum að minnsta kosti og kannski í þremur.“ Sóknarleikurinn er ákveðinn hausverkur án Hörpu Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Harpa skoraði tíu mörk í sex leikjum í undankeppni EM og var markahæst í undankeppninni. „Þarna eru tveir lykilmenn í sóknarleiknum. Við þurfum að sjá hvort við getum leyst þetta í okkar kerfi innan frá eða hvort við þurfum hreinlega að breyta leikfræðinni aðeins. Ég vil fá þau svör núna en ekki síðar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira