Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Tindastóll 59-104 | Snæfell fallið Arnór Óskarsson skrifar 16. febrúar 2017 22:15 Antonio Hester skoraði 43 stig. Vísir/Anton Snæfell féll í kvöld úr Domino's deild karla eftir stórtap fyrir Tindastóli, 59-104, á heimavelli. Eins og svo oft áður á þessu tímabili byrjuðu heimamenn í liði Snæfells afskaplega vel og sýndu strax í upphaf leiks mikla einbeitingu og baráttu í bæði varnar- og sóknarleik. Góðar og skilvirkar sóknir litu dagsins ljós beggja megin vallarins en eftir 10 mínútna leik var varla hægt að sjá þann mun er staða liðana í deildinni gaf til kynna. Góð byrjun heimamanna dugði þó skammt því Tindastóllsmenn skiptu í miðjum öðrum fjórðung um gír og juku pressuna töluvert með þeim afleiðingum að leikur Snæfells bókstaflega hrundi. Í kjölfar gat Snæfell ekki með neinu móti fundið lausnir á móti spræku en „vængbrotnu“ Tindastólsliði sem stjórnaði leiknum auðveldlega það sem eftir var. Sigur Tindastóls var aldrei í neinni raunverulegri hættu en Snæfell gat þó á köflum sýnt þá hæfileika sem leynast í þessu ungu og efnilegu liði en þeir geta komið sér vel í fyrstu deildinni að ári.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru mjög ákveðnir í varnarleiknum sínum í kvöld. Snæfell átti í miklum erfiðleikum með að fá flæði í sinn leik og má færa rök fyrir því að vörn Tindastóls hafi ekki einungis truflað ungu leikmenn Snæfells heldur beinlínis brotið sjálfstraust þeirra algjörlega. Tindastóll átti hinsvegar ekki í miklum erfiðleikum með varnarleik Snæfells og skoraði á tímabili að vild.Bestu menn vallarins: Í liði Tindastóls virtist Antonio Hester allt í öllu og óstöðvandi. Hann endaði með 43 stig og reif jafnframt niður 11 fráköstum. Skotnýting Hesters var til fyrirmyndar en hann skoraði alls úr 73% af þeim skotun er hann tók. Pétur Rúnar Birgisson var einnig öflugur í kvöld. Hann skilaði 20 stigum á rúmum 30. mínútum og var með 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með 10 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Snæfell voru Andrée Michelsson með 16 stig og Árni Elmar Hrafnsson með 12 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Það sem vekur mesta athygli þegar litið er á tölfræði leiksins er munurinn á erlendum leikmönnum. Antonio Hester var allt í öllu á tímabili í leik Tindastóls og ber tölfræði hanns vitni um það. Christian Covile skilaði hinsvegar ekki miklu í kvöld en hann skoraði aðeins 5 stig, náði 1 frákasti og var með 2 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann var á vellinum. Ljóst er að Snæfell hefði þurft á meira framlagi að halda.Snæfell-Tindastóll 59-104 (23-25, 11-26, 14-28, 11-25)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 16, Árni Elmar Hrafnsson 12/7 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Viktor Marínó Alexandersson 8/4 fráköst, Christian David Covile 5, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Jón Páll Gunnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Aron Ingi Hinriksson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 0/5 stoðsendingar.Tindastóll: Antonio Hester 43/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 20/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Finnbogi Bjarnason 9, Helgi Rafn Viggósson 6, Hannes Ingi Másson 4, Elvar Ingi Hjartarson 2, Friðrik Þór Stefánsson 1.Martin: Þurfum að treysta á varnarleik okkar Israel Martin, þjálfari Tindastólls, var að vonum sáttur með að ná í tvö stig í kvöld. Hann taldi varnarleik liðsins vera lykilinn að sigrinum og lagði áheyrslu á að styrkleiki Tindastóls væri fyrst og fremst traustur og ákveðin varnarleikur. „Við spiluðum ákveðnir varnarlega séð en það er okkar leið. Ég verð að stöðva leikin ef leikmennirnir mínir fara að hvíla sig á vellinum því við getum ekki skapað allt út frá sóknarleik. Við vinnum á vörninni og við verðum að trúa á vörnina okkar,“ sagði Israel eftir leik. Aðspurður hvort það hafi verið áskorun að mæta Snæfell á útivelli sagði Israel alla leiki vera áskorun. Hann bætti við að Snæfell búi yfir góða unga leikmenn sem koma eflaust til með að láta til sín taka. „Allir leikir eru áskorun. Ég er viss um að Snæfell eigi eftir að vinna leiki. Þeir berjast og eiga nokkra hæfileikaríka unga leikmenn. Maður þarf að mæta einbeittur því ef maður gerir það ekki er það ávísun á vandamál.“ Israel var sáttur við leikgleði og kraft sinna manna í kvöld. „Krafturinn frá bekknum og krafturinn frá ungu strákunum var mikilvægur í kvöld. Það vantar fimm leikmenn í leikmannahópinn í dag og tveir þeirra eru byrjunarliðsmenn. En þegar okkur tekst að flytja leikgleðina á völlinn þá kemur þetta allt saman.“ Dominos-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Snæfell féll í kvöld úr Domino's deild karla eftir stórtap fyrir Tindastóli, 59-104, á heimavelli. Eins og svo oft áður á þessu tímabili byrjuðu heimamenn í liði Snæfells afskaplega vel og sýndu strax í upphaf leiks mikla einbeitingu og baráttu í bæði varnar- og sóknarleik. Góðar og skilvirkar sóknir litu dagsins ljós beggja megin vallarins en eftir 10 mínútna leik var varla hægt að sjá þann mun er staða liðana í deildinni gaf til kynna. Góð byrjun heimamanna dugði þó skammt því Tindastóllsmenn skiptu í miðjum öðrum fjórðung um gír og juku pressuna töluvert með þeim afleiðingum að leikur Snæfells bókstaflega hrundi. Í kjölfar gat Snæfell ekki með neinu móti fundið lausnir á móti spræku en „vængbrotnu“ Tindastólsliði sem stjórnaði leiknum auðveldlega það sem eftir var. Sigur Tindastóls var aldrei í neinni raunverulegri hættu en Snæfell gat þó á köflum sýnt þá hæfileika sem leynast í þessu ungu og efnilegu liði en þeir geta komið sér vel í fyrstu deildinni að ári.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru mjög ákveðnir í varnarleiknum sínum í kvöld. Snæfell átti í miklum erfiðleikum með að fá flæði í sinn leik og má færa rök fyrir því að vörn Tindastóls hafi ekki einungis truflað ungu leikmenn Snæfells heldur beinlínis brotið sjálfstraust þeirra algjörlega. Tindastóll átti hinsvegar ekki í miklum erfiðleikum með varnarleik Snæfells og skoraði á tímabili að vild.Bestu menn vallarins: Í liði Tindastóls virtist Antonio Hester allt í öllu og óstöðvandi. Hann endaði með 43 stig og reif jafnframt niður 11 fráköstum. Skotnýting Hesters var til fyrirmyndar en hann skoraði alls úr 73% af þeim skotun er hann tók. Pétur Rúnar Birgisson var einnig öflugur í kvöld. Hann skilaði 20 stigum á rúmum 30. mínútum og var með 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með 10 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Snæfell voru Andrée Michelsson með 16 stig og Árni Elmar Hrafnsson með 12 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Það sem vekur mesta athygli þegar litið er á tölfræði leiksins er munurinn á erlendum leikmönnum. Antonio Hester var allt í öllu á tímabili í leik Tindastóls og ber tölfræði hanns vitni um það. Christian Covile skilaði hinsvegar ekki miklu í kvöld en hann skoraði aðeins 5 stig, náði 1 frákasti og var með 2 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann var á vellinum. Ljóst er að Snæfell hefði þurft á meira framlagi að halda.Snæfell-Tindastóll 59-104 (23-25, 11-26, 14-28, 11-25)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 16, Árni Elmar Hrafnsson 12/7 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Viktor Marínó Alexandersson 8/4 fráköst, Christian David Covile 5, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Jón Páll Gunnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Aron Ingi Hinriksson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 0/5 stoðsendingar.Tindastóll: Antonio Hester 43/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 20/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Finnbogi Bjarnason 9, Helgi Rafn Viggósson 6, Hannes Ingi Másson 4, Elvar Ingi Hjartarson 2, Friðrik Þór Stefánsson 1.Martin: Þurfum að treysta á varnarleik okkar Israel Martin, þjálfari Tindastólls, var að vonum sáttur með að ná í tvö stig í kvöld. Hann taldi varnarleik liðsins vera lykilinn að sigrinum og lagði áheyrslu á að styrkleiki Tindastóls væri fyrst og fremst traustur og ákveðin varnarleikur. „Við spiluðum ákveðnir varnarlega séð en það er okkar leið. Ég verð að stöðva leikin ef leikmennirnir mínir fara að hvíla sig á vellinum því við getum ekki skapað allt út frá sóknarleik. Við vinnum á vörninni og við verðum að trúa á vörnina okkar,“ sagði Israel eftir leik. Aðspurður hvort það hafi verið áskorun að mæta Snæfell á útivelli sagði Israel alla leiki vera áskorun. Hann bætti við að Snæfell búi yfir góða unga leikmenn sem koma eflaust til með að láta til sín taka. „Allir leikir eru áskorun. Ég er viss um að Snæfell eigi eftir að vinna leiki. Þeir berjast og eiga nokkra hæfileikaríka unga leikmenn. Maður þarf að mæta einbeittur því ef maður gerir það ekki er það ávísun á vandamál.“ Israel var sáttur við leikgleði og kraft sinna manna í kvöld. „Krafturinn frá bekknum og krafturinn frá ungu strákunum var mikilvægur í kvöld. Það vantar fimm leikmenn í leikmannahópinn í dag og tveir þeirra eru byrjunarliðsmenn. En þegar okkur tekst að flytja leikgleðina á völlinn þá kemur þetta allt saman.“
Dominos-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira