Holly Holm er allt annað en sátt við niðurstöðuna úr bardaga hennar og Germaine de Randamie um síðustu helgi. Hún hefur kvartað yfir dómaranum og kært niðurstöðuna.
De Randamie vann bardagann að stigum en þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna og því um UFC-titilinn þar.
De Randamie sló til Holm er bæði önnur og þriðja lota var búin. Með réttu hefði hún átt að missa stig en dómarinn, Todd Anderson, lét það óátalið.
Holm hefur því kært vinnubrögð dómarans sem og niðurstöðu bardagans.
Þetta var þriðja tap Holm í röð en hún hefur farið fram á að fá nýjan bardaga gegn De Randamie út af þessum mistökum dómarans.
Holm kærir úrslitin um síðustu helgi

Tengdar fréttir

Germaine de Randamie fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC
Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun.