Aðeins tveir úr silfurliði Íslands á ÓL í úrvalsliði Íslands í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 08:45 Ísland fagnar silfurverðlaunum á ÓL 2008. Vísir/AFP Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00
Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00
Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00
Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00
Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09