Trump sakar fjölmiðla um blint hatur Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Trump undirritaði lagafrumvarp sem léttir af olíufyrirtækjum þeirri kvöð að þurfa að gera grein fyrir peningum sem þau greiða til erlendra stjórnvalda. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira