Lífeyrir á að hækka í 400 þúsund fyrir skatt! Björgvin Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 11:00 Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun