Handbolti

Sex íslensk mörk í fimmta sigri Álaborgar í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar eru með sex stiga forskot á toppnum.
Aron og félagar eru með sex stiga forskot á toppnum. vísir/getty
Álaborg náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á GOG í kvöld, 34-37.

Þetta var fimmti sigur lærisveina Arons Kristjánssonar í röð en þeir virðast koma vel undan HM-fríinu.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk fyrir Álaborg og þeir Janus Daði Smárason og Arnór Atlason sitt markið hvor.

GOG var með yfirhöndina framan af leik og þegar 20 mínútur voru til leiksloka var munurinn þrjú mörk, 26-23.

Álaborg svaraði með fjórum mörkum í röð og náði forystunni. Lærisveinar Arons voru svo sterkari á lokasprettinum og unnu á endanum þriggja marka sigur, 34-37.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×