Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 14. febrúar 2017 07:00 Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar