Díana Dögg meiddist illa: „Ég hef aldrei grenjað jafnhátt“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:45 Díana Dögg er á hækjum og fer í skoðun á miðvikudaginn. vísir/eyþór/skjáskot Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur. Olís-deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira