RÚV braut lög: Létu kosta dagskrárliði sem töldust ekki íburðarmiklir Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 13:30 Skjáskot af þeim þáttum sem voru kostaðir. RUV.is Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró. Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró.
Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11
Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53
Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36