FÍB gagnrýnir áform um vegatolla: „Gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi“ Jóhann K. Jóhannsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 12. febrúar 2017 19:38 Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira