Byggðastofnun synjaði en bankinn sá ljós í nýsköpun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2017 21:45 Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð. Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð.
Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45
Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30
Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15