Heimsmeistararnir sem hófu daginn á kunnulegum slóðum óku 152 hringi um brautina í katalóníu í dag. Nýji ökumaður liðsins, Valtteri Bottas ók fyrir hádegi og fór 79 hringi en Hamilton tók svo við eftir mat og fór 73 hringi.
Ferrari byrjaði einnig vel en Sebastian Vettel ók næst hraðast og 128 hringi. Ökumaðurinn sem hætti við að hætta, Felipe Massa ók 103 hringi og var þriðji fljótasti á Williams bílnum.

Daniel Riccardo lenti einnig í bilun á Red Bull bílnum. Skynjari bilaði og taka þurfti gírkassan úr bílnum til að komast að honum. Ricciardo setti þó 50 hringi á töfluna og var fimmit hraðasti.
Kevin Magnussen á Haas bílnum læsti afturdekkjunum og braut framvænginn af bílnum í dag. Hann gat þó ekið 51 hring og var fjórði hraðasti.

Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með.