Bernie Sanders skýtur fast á Trump Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Bernie Sanders. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira