Þingmaður Pírata segir brýnt að virkja samfélagsþátttöku ungs fólks Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v Alþingi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v
Alþingi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði