Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt John Kelly heimavarnaráðherra, en ráðuneyti hans hefur sent frá sér tvö minnisblöð um óskráða innflytjendur og brottrekstur þeirra úr landi. Brottvísunum hefur verið forgangsraðað. Nordicphotos/AFP Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira