Áfengi í matvörubúðir? Guðjón S. Brjánsson og Gunnar Ólafsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa sölu á áfengi, þ.m.t. vodka og brennivín, í matvöruverslunum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa viðurkennt að áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Það er ekki sami hlutur að drekka hálfan lítra af vodka og hálfan lítra af mjólk svo dæmi sé nefnt. Enginn er dómbær og allsgáður sem hefur drukkið hálfan lítra af vodka, ólíkt þeim sem drakk mjólkina. Áfengi er vímugjafi og að okkar mati á það ekkert erindi í venjulegar verslanir, heldur þvert á móti ætti að takmarka aðgengi að því vegna eðlis og þeirrar skaðsemi sem það veldur. Í gegnum árin hefur ríkt íhaldssöm stefna í áfengismálum á Íslandi. Sem merki um það var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Frá því ári til ársins 2007 jókst áfengisneysla á hvern Íslending 18 ára og eldri um 66%, eða úr 4,53 l á mann árið 1988 í 7,53 l á mann árið 2007, þegar áfengisneyslan náði hámarki. Síðan hefur dregið úr henni og var áfengisneysla árið 2015 um 7,35 l á hvern Íslending. Áfengisvarnarstefna íslenskra stjórnvalda hvílir á fjórum þáttum, forvörnum, háum áfengiskaupaaldri, háum áfengissköttum og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Stefna Íslands í áfengismálum hefur verið í samræmi við forvarnarstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í áfengismálum sem eru háir áfengisskattar, takmarkað aðgengi og bann við auglýsingum á áfengi. Frumvarpið gengur gegn tveimur af þessum þremur meginstoðum í forvarnarstefnu WHO. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu áfengisauglýsingar verða leyfðar í fjölmiðlum og aðgengi að áfengi mun aukast. Í dag rekur ÁTVR 50 verslanir, en ef frumvarpið nær fram að ganga mun verslunum þar sem áfengi verður selt fjölga í 250 verslanir um land allt.Sérfræðingar sammálaEkki þarf að efast um, að ef frumvarpið verður að lögum mun áfengisneysla á Íslandi aukast. Um það eru allir sérfræðingar sammála sem vinna við lýðheilsu og forvarnir. Meira að segja viðurkenna sumir flutningsmenn frumvarpsins sjálfir að svo muni fara. Það er staðreynd að aukin áfengisneysla leiðir til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu. Stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu verða fyrir meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Það er óboðlegt í greinargerð með frumvarpinu að hvergi er minnst á afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Í sænskri rannsókn var fjallað um hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstri, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs þannig fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund (T. Norström og fleiri: Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden). Því er eðlilegt að spurt sé? Af hverju er verið að leggja fram þetta frumvarp? Er verið að þjóna velferðarhagsmunum almennings með þessu frumvarpi? Almenningur hefur ekki kallað eftir þeim breytingum og áhættu sem frumvarpið felur í sér. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Almennings eða þröngra viðskiptahagsmuna verslunarinnar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa sölu á áfengi, þ.m.t. vodka og brennivín, í matvöruverslunum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa viðurkennt að áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Það er ekki sami hlutur að drekka hálfan lítra af vodka og hálfan lítra af mjólk svo dæmi sé nefnt. Enginn er dómbær og allsgáður sem hefur drukkið hálfan lítra af vodka, ólíkt þeim sem drakk mjólkina. Áfengi er vímugjafi og að okkar mati á það ekkert erindi í venjulegar verslanir, heldur þvert á móti ætti að takmarka aðgengi að því vegna eðlis og þeirrar skaðsemi sem það veldur. Í gegnum árin hefur ríkt íhaldssöm stefna í áfengismálum á Íslandi. Sem merki um það var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Frá því ári til ársins 2007 jókst áfengisneysla á hvern Íslending 18 ára og eldri um 66%, eða úr 4,53 l á mann árið 1988 í 7,53 l á mann árið 2007, þegar áfengisneyslan náði hámarki. Síðan hefur dregið úr henni og var áfengisneysla árið 2015 um 7,35 l á hvern Íslending. Áfengisvarnarstefna íslenskra stjórnvalda hvílir á fjórum þáttum, forvörnum, háum áfengiskaupaaldri, háum áfengissköttum og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Stefna Íslands í áfengismálum hefur verið í samræmi við forvarnarstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í áfengismálum sem eru háir áfengisskattar, takmarkað aðgengi og bann við auglýsingum á áfengi. Frumvarpið gengur gegn tveimur af þessum þremur meginstoðum í forvarnarstefnu WHO. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu áfengisauglýsingar verða leyfðar í fjölmiðlum og aðgengi að áfengi mun aukast. Í dag rekur ÁTVR 50 verslanir, en ef frumvarpið nær fram að ganga mun verslunum þar sem áfengi verður selt fjölga í 250 verslanir um land allt.Sérfræðingar sammálaEkki þarf að efast um, að ef frumvarpið verður að lögum mun áfengisneysla á Íslandi aukast. Um það eru allir sérfræðingar sammála sem vinna við lýðheilsu og forvarnir. Meira að segja viðurkenna sumir flutningsmenn frumvarpsins sjálfir að svo muni fara. Það er staðreynd að aukin áfengisneysla leiðir til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu. Stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu verða fyrir meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Það er óboðlegt í greinargerð með frumvarpinu að hvergi er minnst á afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Í sænskri rannsókn var fjallað um hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstri, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs þannig fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund (T. Norström og fleiri: Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden). Því er eðlilegt að spurt sé? Af hverju er verið að leggja fram þetta frumvarp? Er verið að þjóna velferðarhagsmunum almennings með þessu frumvarpi? Almenningur hefur ekki kallað eftir þeim breytingum og áhættu sem frumvarpið felur í sér. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Almennings eða þröngra viðskiptahagsmuna verslunarinnar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun