Með Ólympíuleika í föðurlandinu í sigtinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Sveinbjörn ætlar sér að gera atlögu að því að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020. vísir/anton „Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
„Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira