Setja fram ströng viðmið sem auðvelda brottvísun ólöglegra innflytjenda

Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að áhersla verði lögð á vísa ólöglegum innflytjendum sem hafa verið handteknir vegna umferðarlagabrota, búðaþjófnaðar eða sakfelldir fyrir alvarlegri glæpi frá Bandaríkjunum.
Reiknað er með að ráða tíu þúsund starfsmenn til starfa til viðbótar vegna innflytjendamála og fimm þúsund landamæraverði. Í frétt BBC segir að markmið ríkisstjórnar Trump sé að vísa á brott nánast öllum innflytjendum sem komið hafa til Bandaríkjanna á ólöglegan hátt.
Í hinum nýju viðmiðum kemur fram að ólöglegur innflytjendur þurfi að geta sýnt fram á að þeir hafi verið í Bandaríkjunum samfleytt í tvö ár hið minnnsta, ella geti yfirvöld flýtt brottvísun þeirra.
Viðmiðin ná til allra ólöglegra innflytjenda, nema þeirra sem komu til Bandaríkjanna sem börn. Þá er tekið fram að hætt skuli að sleppa ólöglegum innflytjendum lausum á landamærunum og að koma eigi þeim fyrir í gæslu á meðan mál þeirra verði tekin fyrir.
Tengdar fréttir

Segir ESB græða á einangrunarstefnu Trump
Margir líta til Evrópu vegna nýrrar afstöðu Bandaríkjanna gagnvart fríverslunarsamningum.

Þingmenn breska þingsins ræða heimsókn Trump til landsins: „Maðurinn er rasisti og karlremba“
Þingmenn neðri deildar breska þingsins, ræddu í dag um heimboð Theresu May til Donald Trump, en 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftalista til þess að mótmæla heimsókninni.

Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna
Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar.

Trump fordæmir árásir gegn gyðingum
„Gyðingahatur er hræðilegt og það verður að hætta. Það mun hætta.“

Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“
Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga.