Varaforsetinn heitir stuðningi við ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2017 06:45 Mike Pence og Donald Tusk á fundinum í gær. vísir/afp Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Sjá meira