Fljótari en allir að ná hundrað sigrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Finnur Freyr Stefánsson fagnar hér áttunda stóra titlinum sem hann vinnur sem þjálfari KR með ungum KR-ingum. Hann hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og þrjá deildarmeistaratitla. vísir/andri marinó Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum