Um óháða rannsókn á plastbarkamálinu Jón Atli Benediktsson og Páll Matthíasson skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Hið svokallaða „plastbarkamál“ eða „Macchiarini-mál“ hefur vakið heimsathygli, enda koma þar við sögu tvær virtar stofnanir í Evrópu á sviði lækninga og læknavísinda. Enda þótt meginþunginn hvíli á Karolinska stofnuninni (KI) og Karolinska sjúkrahúsinu (KS), þar sem Paolo Macchiarini stundaði hinar umdeildu rannsóknir og framkvæmdi skurðaðgerðir, teygir málið sig víða, þar á meðal til Íslands. Andemariam Beyene var ungur Erítreumaður sem stundaði nám og störf á Íslandi og var sendur til Karolinska sjúkrahússins af læknum á Landspítala til mats og meðferðar. Snemmsumars 2011 varð hann fyrsti einstaklingurinn sem Paolo Macchiarini græddi í svokallaðan plastbarka. Alls urðu plastbarkaígræðslurnar átta talsins og eru sex af barkaþegunum látnir. Andemariam lést í janúar 2014 og síðla það ár vöknuðu verulegar efasemdir um starfsaðferðir Macchiarinis í Svíþjóð. Fjölmargar rannsóknir og athuganir á málinu hófust í kjölfarið í Svíþjóð, þar á meðal lögreglurannsókn. Landspítali og Háskóli Íslands studdu rannsóknir þessar frá upphafi og lögðu til þeirra öll þau gögn sem óskað var eftir. Viðamestu rannsóknunum er nú lokið í Svíþjóð. Þær voru gerðar af sjálfstæðum ytri rannsóknarnefndum, skipuðum af KI annars vegar og KS hins vegar. Niðurstöðurnar fólu í sér alvarlegan áfellisdóm á vinnulag innan stofnananna.Háskólinn og Landspítalinn sinna lögðboðnu eftirliti Þessar rannsóknir hafa eðli máls samkvæmt sérstaklega beinst að klínískum og vísindalegum ferlum í Svíþjóð. Jafnvel þó að fram hafi komið af hálfu sænsku rannsóknaraðilanna að aðeins takmarkaður hluti málsins tengist íslenskum stofnunum, er það sameiginleg afstaða okkar að brýnt sé að rannsaka sérstaklega þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Jafnframt er það ábyrgðarhlutverk okkar að hlutast til um slíka rannsókn vegna skyldna til innra eftirlits sem á forstöðumönnum Háskóla Íslands og Landspítala hvíla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér er þó rétt að árétta að gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu er tvíþætt og ytra eftirlit er í höndum Embættis landlæknis (á grundvelli VI. kafla laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu). Þá fer heilbrigðisráðherra einnig með eftirlit með Landspítala (og mennta- og menningarmálaráðherra með eftirlit með Háskóla Íslands) í skjóli yfirstjórnunarheimilda samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Loks getur Alþingi sett sérstaka rannsóknarnefnd á fót til að rannsaka málið. Slíkar rannsóknir, ef út í slíkt er farið, aflétta þó ekki skyldum af Landspítala og Háskóla Íslands að sinna lögboðnu innra eftirliti. Á sama hátt útilokar rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands heldur ekki mögulega rannsókn framangreindra aðila á málinu. Landspítali og Háskóli Íslands hafa valið sambærilega leið og stofnanirnar í Svíþjóð. Haustið 2016 var skipuð sjálfstæð ytri rannsóknarnefnd til að fjalla um þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Rannsóknarnefndina skipa Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í birtingu vísindagreinar um efnið auk málþings um málið sem haldið var ári eftir að fyrstu aðgerðinni lauk. Þá skal nefndin rýna niðurstöður sænsku rannsóknanna sérstaklega með tilliti til aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu og ræða við skýrsluhöfunda.Rannsóknarnefnd skipuð óháðum sérfræðingum Af hálfu Háskóla Íslands og Landspítala er lögð áhersla á að rannsóknarnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum sem hafa fullt sjálfræði um rannsóknina. Er þetta tilgreint sérstaklega í skipunarbréfi nefndarmanna, þar sem áréttað er að þeir lúti ekki stjórnunar- eða boðvaldi rektors Háskóla Íslands eða forstjóra Landspítala í störfum sínum. Nefndinni hefur verið tryggður nauðsynlegur aðgangur að gögnum málsins með sérstöku leyfi Persónuverndar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. og verða niðurstöðurnar birtar eftir því sem lög og skilyrði Persónuverndar heimila. Aðgerðir stofnananna í framhaldi af skýrslunni munu fara eftir því sem niðurstöðurnar gefa tilefni til. Undirritaðir binda vonir við að vönduð rannsókn málsins, hér á landi og í Svíþjóð, varpi ljósi á málið í heild sinni þannig að draga megi að því sem bestan lærdóm. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Plastbarkamálið Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Sjá meira
Hið svokallaða „plastbarkamál“ eða „Macchiarini-mál“ hefur vakið heimsathygli, enda koma þar við sögu tvær virtar stofnanir í Evrópu á sviði lækninga og læknavísinda. Enda þótt meginþunginn hvíli á Karolinska stofnuninni (KI) og Karolinska sjúkrahúsinu (KS), þar sem Paolo Macchiarini stundaði hinar umdeildu rannsóknir og framkvæmdi skurðaðgerðir, teygir málið sig víða, þar á meðal til Íslands. Andemariam Beyene var ungur Erítreumaður sem stundaði nám og störf á Íslandi og var sendur til Karolinska sjúkrahússins af læknum á Landspítala til mats og meðferðar. Snemmsumars 2011 varð hann fyrsti einstaklingurinn sem Paolo Macchiarini græddi í svokallaðan plastbarka. Alls urðu plastbarkaígræðslurnar átta talsins og eru sex af barkaþegunum látnir. Andemariam lést í janúar 2014 og síðla það ár vöknuðu verulegar efasemdir um starfsaðferðir Macchiarinis í Svíþjóð. Fjölmargar rannsóknir og athuganir á málinu hófust í kjölfarið í Svíþjóð, þar á meðal lögreglurannsókn. Landspítali og Háskóli Íslands studdu rannsóknir þessar frá upphafi og lögðu til þeirra öll þau gögn sem óskað var eftir. Viðamestu rannsóknunum er nú lokið í Svíþjóð. Þær voru gerðar af sjálfstæðum ytri rannsóknarnefndum, skipuðum af KI annars vegar og KS hins vegar. Niðurstöðurnar fólu í sér alvarlegan áfellisdóm á vinnulag innan stofnananna.Háskólinn og Landspítalinn sinna lögðboðnu eftirliti Þessar rannsóknir hafa eðli máls samkvæmt sérstaklega beinst að klínískum og vísindalegum ferlum í Svíþjóð. Jafnvel þó að fram hafi komið af hálfu sænsku rannsóknaraðilanna að aðeins takmarkaður hluti málsins tengist íslenskum stofnunum, er það sameiginleg afstaða okkar að brýnt sé að rannsaka sérstaklega þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Jafnframt er það ábyrgðarhlutverk okkar að hlutast til um slíka rannsókn vegna skyldna til innra eftirlits sem á forstöðumönnum Háskóla Íslands og Landspítala hvíla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér er þó rétt að árétta að gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu er tvíþætt og ytra eftirlit er í höndum Embættis landlæknis (á grundvelli VI. kafla laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu). Þá fer heilbrigðisráðherra einnig með eftirlit með Landspítala (og mennta- og menningarmálaráðherra með eftirlit með Háskóla Íslands) í skjóli yfirstjórnunarheimilda samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Loks getur Alþingi sett sérstaka rannsóknarnefnd á fót til að rannsaka málið. Slíkar rannsóknir, ef út í slíkt er farið, aflétta þó ekki skyldum af Landspítala og Háskóla Íslands að sinna lögboðnu innra eftirliti. Á sama hátt útilokar rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands heldur ekki mögulega rannsókn framangreindra aðila á málinu. Landspítali og Háskóli Íslands hafa valið sambærilega leið og stofnanirnar í Svíþjóð. Haustið 2016 var skipuð sjálfstæð ytri rannsóknarnefnd til að fjalla um þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Rannsóknarnefndina skipa Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í birtingu vísindagreinar um efnið auk málþings um málið sem haldið var ári eftir að fyrstu aðgerðinni lauk. Þá skal nefndin rýna niðurstöður sænsku rannsóknanna sérstaklega með tilliti til aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu og ræða við skýrsluhöfunda.Rannsóknarnefnd skipuð óháðum sérfræðingum Af hálfu Háskóla Íslands og Landspítala er lögð áhersla á að rannsóknarnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum sem hafa fullt sjálfræði um rannsóknina. Er þetta tilgreint sérstaklega í skipunarbréfi nefndarmanna, þar sem áréttað er að þeir lúti ekki stjórnunar- eða boðvaldi rektors Háskóla Íslands eða forstjóra Landspítala í störfum sínum. Nefndinni hefur verið tryggður nauðsynlegur aðgangur að gögnum málsins með sérstöku leyfi Persónuverndar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. og verða niðurstöðurnar birtar eftir því sem lög og skilyrði Persónuverndar heimila. Aðgerðir stofnananna í framhaldi af skýrslunni munu fara eftir því sem niðurstöðurnar gefa tilefni til. Undirritaðir binda vonir við að vönduð rannsókn málsins, hér á landi og í Svíþjóð, varpi ljósi á málið í heild sinni þannig að draga megi að því sem bestan lærdóm. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun