„Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2017 10:49 Jim Mattis, nýkominn til Baghdad. Vísir/AFP Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira