Sveinbjörn: Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku Kristinn G. Friðriksson í Hertz-hellinni skrifar 9. mars 2017 22:28 Sveinbjörn skaut á strákana í Domino's Körfuboltakvöldi. vísir/anton Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn