Verjandi Barkar: „Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 16:30 Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Visir/Pjetur „Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54
Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00