Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Smári Jökull Jónsson í Schenker-höllinni á Ásvöllum skrifar 9. mars 2017 22:45 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/ernir Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. Haukar höfðu að engu að keppa í kvöld enda búnir að bjarga sér frá falli. Tindastóll þurfti hins vegar sigur til að vera öryggir með 2. sætið og heimaleikjarétt í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppninnar. Fyrri hálfleikur einkenndist af mistökum beggja liða í sókninni. Haukar voru alls með 11 tapaða bolta í hálfleiknum og Stólarnir með átta. Gestirnir skoruðu sín fyrstu stig eftir fjórar og hálfa mínútu og virtist sem karfan væri lokuð í upphafi. Það breyttist þó og gestirnir voru yfirleitt skrefinu á undan þó svo að Haukarnir væru aldrei langt á eftir og næðu forystunni inn á milli. Sherrod Wright var ískaldur í dag hjá heimamönnum en Cedrick Bowen kom sterkur inn í hans stað. Ívar Ásgrímsson þjálfari notaði bekkinn mikið og voru níu leikmenn heimamanna komnir á blað að loknum fyrri hálfleik. Staðan þá 36-34 Tindastól í vil. Í þriðja leikhluta virtust gestirnir svo ætla að stinga af. Þeir juku forskotið og náðu mest 10 stiga forystu og staðan að leikhlutanum loknum var 60-50. Ef menn héldu að Haukarnir væru búnir að gefast upp var það alls ekki raunin. Þeir hófu síðasta fjórðunginn af krafti og voru fljótir að éta upp forskot Tindastóls. Haukar komust yfir þegar skammt var eftir og létu forystuna aldrei af hendi þrátt fyrir harða atlögu Tindastóls. Helgi Rafn Viggósson klikkaði á galopnu skoti undir körfunni þegar 14 sekúndur voru eftir. Haukar náðu frákastinu og brotið var á Emil Barja. Emil klikkaði á fyrra skotinu en setti það seinna niður. Tindastóll náði ekki að skora á þeim 10 sekúndum sem voru eftir og erfitt þriggja stiga skot Péturs Rúnars Birgissonar geigaði. Haukar fögnuðu því sætum sigri en Stólarnir sátu svekktir eftir. Haukarnir skiluðu heilum 46 stigum af bekknum í kvöld, flestum frá Cedrick Bowen sem var stigahæstur með 19 stig. Emil Barja skoraði 10 stig og þeir Arnór Bjarki Ívarsson og Breki Gylfason 8 stig hvor. Hjá Tindastóli skoraði Antonio Hester 19 stig og þeir Pétur Rúnar og Helgi Rafn 17 hvor.Af hverju unnu Haukar?Það stefndi fátt í Haukasigur fyrir síðasta leikhlutann þegar þeir voru undir með 10 stigum. Þeir bitu heldur betur í skjaldarrendur og með mikilli baráttu og góðum varnarleik unnu þeir sig aftur inn í leikinn. Bekkur Haukamanna var afar sterkur í kvöld og skilaði eins og áður segir 46 stigum. Hinir ungu Hilmar Smári Henningsson og Arnór Bjarki Ívarsson settu báðir niður tvær þriggja stiga körfur og munar um minna að fá slíkt framlag. Pressulausir Haukar töpuðu boltanum oft í sókninni en þeir höfðu dug og þor undir lokin þegar á reyndi. Leikmenn Tindastóls klikkuðu hins vegar á ögurstundu og það er ekki gott veganesti inn í 8-liða úrslitin.Bestu menn vallarins:Cedrick Bowen kom mjög sterkur inn af bekknum hjá Haukum og hélt Sherrod Wright fyrir utan völlinn löngum stundum. Hann skoraði 19 stig og tók 8 fráköst á 21 mínútu og var besti maður Hauka. Fjölmargir aðrir lögðu sitt af mörkum í Haukaliðinu og Emil Barja stýrði leik liðsins oftast ágætlega auk þess sem þáttur hinna ungu, Hilmars Smára og Arnórs Bjarka, var mikilvægur. Leikmenn Tindastóls geta flestir gert betur en þeir gerðu í kvöld. Antonio Hester var ágætur og Pétur Rúnar átti fína spretti en datt niður inn á milli auk þess að hitta fremur illa.Áhugaverð tölfræði:Það stendur upp úr að bekkurinn hjá Haukum skilar þeim 46 stigum í kvöld eða meira en helmingi stiga liðsins. Varamennirnir skoruðu til dæmis 8 af 10 þriggja stiga körfum liðsins í kvöld. Plús/mínus tölfræði þeirra er sömuleiðis áhugaverð því allir byrjunarliðsmenn Hauka eru í mínus en flestir af bekknum í plús. Haukar töpuðu hvorki fleiri né færri en 24 boltum í leiknum og Tindastóll 21 bolta en þrátt fyrir það skoruðu Haukar fleiri stig eftir mistök Tindastóls en Stólarnir gerðu eftir mistök Hauka í sókninni.Hvað gekk illa? Tindastóli gekk illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins 6 af 23 skotum þeirra þar fóru ofan í körfuna og ljóst að Stólarnir geta vart beðið eftir endurkomu Chris Caird sem er meiddur. Lykilmenn Tindastóls gerðu oft á tíðum klaufaleg mistök sóknarlega og misnotuðu opin skot á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þeir sýndu þó karakter þegar Haukar voru komnir 9 stigum yfir og gerðu leikinn spennandi undir lokin. Eins og áður kom fram töpuðu bæði liðin mörgum boltum í sókninni. Haukar voru auðvitað að spila mönnum sem lítinn spiltíma hafa fengið í vetur og því skiljanlegt að sóknarleikurinn hökti. Tindastólsmenn hljóta hins vegar að hafa nokkrar áhyggjur af sínum leik eftir tvo tapleiki í röð og úrslitakeppnin að nálgast.Hvað næst?Tímabilinu er lokið hjá Haukum þetta árið. Þeir enda í 10. sæti eftir að hafa farið alla leið í lokaúrslit í fyrra. Vonbrigðaár hjá þeim. Tindastóll á framundan spennandi úrslitakeppni. Þeir mæta Keflavík í 8-liða úrslitum og verður án efa hart barist. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildinni í vetur og þar af unnu Keflvíkingar stórsigur á heimavelli sínum. Þeir eru því engir óskamótherjar fyrir Tindastól en bæði liðin fara inn í úrslitakeppnina með töp í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni.Haukar-Tindastóll 77-74 (14-18, 20-18, 16-24, 27-14)Haukar: Cedrick Taylor Bowen 19/8 fráköst, Emil Barja 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Bjarki Ívarsson 8, Breki Gylfason 8, Haukur Óskarsson 7, Hilmar Smári Henningsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 6, Sherrod Nigel Wright 6/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/12 fráköst.Tindastóll: Antonio Hester 19/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 17/9 fráköst, Viðar Ágústsson 8/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Friðrik Þór Stefánsson 3, Hannes Ingi Másson 2. Kristinn: Við klikkuðum á mörgum sviðum í veturBekkurinn hjá Haukum skilaði 46 stigum í kvöld.Kristinn Jónasson aðstoðarþjálfari Hauka mætti í viðtal í stað Ívars Ásgrímssonar þjálfara. Kristinn var mjög ánægður með karakterinn sem hans menn sýndu í kvöld. „Þetta er virkilega ljúft. Bekkurinn okkar á stórt hrós skilið í dag, það mæta allir inn ákveðnir. Við tökum þetta sem gott veganesti fyrir næsta tímabil og vinnum í okkar málum í sumar. Það eru allir vinklar í félaginu sem þurfa að gera betur og það verður gert,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi eftir leik en Haukar enduðu í 10. sæti deildarinnar eftir að hafa farið alla leið í lokaúrslit í fyrra. „Við klikkum á mörgum sviðum. Nú vitum við hvernig við eigum ekki að gera þetta. Ég veit ekki hvort við vorum full hrokafullir eftir úrslitakeppnina í fyrra. Það þarf kannski ekkert að vera en það varð eitthvað mynstur sem við náðum okkur ekki út úr, þetta tapmynstur. Við náðum ekki að klára leiki og ég held að við séum að enda í 10. sæti en skorum samt fleiri stig í vetur en við fengum á okkur,“ bætti Kristinn við. Haukar gáfu leikmönnum tækifæri í kvöld sem ekki hafa fengið stórt hlutverk hjá liðinu í vetur. Það gekk heldur betur eftir og varamennirnir skoruðu alls 46 stig. „Bekkurinn á þennan sigur skilið. Maður sá það á mönnum að þeir voru tilbúnir að koma inná. Það lagaðist spilamennskan þegar bekkurinn var inná. Auðvitað koma menn brjálaðir inn þegar þeir fá tækifærið.“ Mikið hefur verið rætt um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar fyrir leikinn gegn Snæfellingum og sagði Ívar sjálfur í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson hjá Vísi að hann hefði ekki haldið starfinu hefði sá leikur tapast. Kristinn vildi ekkert segja um framhald þjálfarateymis Hauka. „Ég myndi vilja halda öllum þeim póstum sem við höfum og við munum ganga strax í það að klára samninga við leikmenn og verða þjálfaramálin einnig skoðuð, allir þjálfarar,“ sagði Kristinn að lokum. Martin: Erum ekki að spila sem liðIsrael Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur.vísir/ernirIsrael Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3.sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum. Kristján Leifur: Bekkurinn negldi niður þristumÚr leik Hauka fyrr í veturKristján Leifur Sverrisson skoraði sex stig fyrir Hauka í sigrinum á Tindastóli í kvöld. Hann var ánægður með sigurinn en viðurkenndi að það væri svekkjandi að missa af úrslitakeppninni. „Við tókum þennan fjórða leikhluta þar sem bekkurinn negldi niður þristum og þeir enda með miklu fleiri stig en við sem byrjuðum inná. Í heildina var þetta ágætur leikur og við náðum að klára þetta í lokin, það er bara flott,“ sagði Kristján Leifur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. Eftir að hafa verið 10 stigum undir eftir þriðja leikhlutann náðu Haukar frábærum lokaleikhluta sem tryggði þeim sigurinn. „Skotin fóru að detta og bekkurinn var frábær. Þetta small allt saman og við komumst 10 stigum yfir. Við misstum það aðeins niður í lokin en náðum að klára sigurinn.“ Tímabilið hefur verið vonbrigði fyrir Hauka sem fóru alla leið í úrslit Íslandsmótsins í fyrra þar sem þeir biðu lægri hlut gegn KR. „Núna erum við að sýna fólki hvað við hefðum getað verið að gera í allan vetur. Það er svekkjandi að hugsa um að við værum í úrslitakeppni ef við hefðum spilað svona. Það er flott að sýna í þremur síðustu leikjunum hvað við getum,“ sagði Kristján Leifur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Martin: Erum ekki að spila sem lið Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. 9. mars 2017 22:15 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Sjá meira
Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. Haukar höfðu að engu að keppa í kvöld enda búnir að bjarga sér frá falli. Tindastóll þurfti hins vegar sigur til að vera öryggir með 2. sætið og heimaleikjarétt í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppninnar. Fyrri hálfleikur einkenndist af mistökum beggja liða í sókninni. Haukar voru alls með 11 tapaða bolta í hálfleiknum og Stólarnir með átta. Gestirnir skoruðu sín fyrstu stig eftir fjórar og hálfa mínútu og virtist sem karfan væri lokuð í upphafi. Það breyttist þó og gestirnir voru yfirleitt skrefinu á undan þó svo að Haukarnir væru aldrei langt á eftir og næðu forystunni inn á milli. Sherrod Wright var ískaldur í dag hjá heimamönnum en Cedrick Bowen kom sterkur inn í hans stað. Ívar Ásgrímsson þjálfari notaði bekkinn mikið og voru níu leikmenn heimamanna komnir á blað að loknum fyrri hálfleik. Staðan þá 36-34 Tindastól í vil. Í þriðja leikhluta virtust gestirnir svo ætla að stinga af. Þeir juku forskotið og náðu mest 10 stiga forystu og staðan að leikhlutanum loknum var 60-50. Ef menn héldu að Haukarnir væru búnir að gefast upp var það alls ekki raunin. Þeir hófu síðasta fjórðunginn af krafti og voru fljótir að éta upp forskot Tindastóls. Haukar komust yfir þegar skammt var eftir og létu forystuna aldrei af hendi þrátt fyrir harða atlögu Tindastóls. Helgi Rafn Viggósson klikkaði á galopnu skoti undir körfunni þegar 14 sekúndur voru eftir. Haukar náðu frákastinu og brotið var á Emil Barja. Emil klikkaði á fyrra skotinu en setti það seinna niður. Tindastóll náði ekki að skora á þeim 10 sekúndum sem voru eftir og erfitt þriggja stiga skot Péturs Rúnars Birgissonar geigaði. Haukar fögnuðu því sætum sigri en Stólarnir sátu svekktir eftir. Haukarnir skiluðu heilum 46 stigum af bekknum í kvöld, flestum frá Cedrick Bowen sem var stigahæstur með 19 stig. Emil Barja skoraði 10 stig og þeir Arnór Bjarki Ívarsson og Breki Gylfason 8 stig hvor. Hjá Tindastóli skoraði Antonio Hester 19 stig og þeir Pétur Rúnar og Helgi Rafn 17 hvor.Af hverju unnu Haukar?Það stefndi fátt í Haukasigur fyrir síðasta leikhlutann þegar þeir voru undir með 10 stigum. Þeir bitu heldur betur í skjaldarrendur og með mikilli baráttu og góðum varnarleik unnu þeir sig aftur inn í leikinn. Bekkur Haukamanna var afar sterkur í kvöld og skilaði eins og áður segir 46 stigum. Hinir ungu Hilmar Smári Henningsson og Arnór Bjarki Ívarsson settu báðir niður tvær þriggja stiga körfur og munar um minna að fá slíkt framlag. Pressulausir Haukar töpuðu boltanum oft í sókninni en þeir höfðu dug og þor undir lokin þegar á reyndi. Leikmenn Tindastóls klikkuðu hins vegar á ögurstundu og það er ekki gott veganesti inn í 8-liða úrslitin.Bestu menn vallarins:Cedrick Bowen kom mjög sterkur inn af bekknum hjá Haukum og hélt Sherrod Wright fyrir utan völlinn löngum stundum. Hann skoraði 19 stig og tók 8 fráköst á 21 mínútu og var besti maður Hauka. Fjölmargir aðrir lögðu sitt af mörkum í Haukaliðinu og Emil Barja stýrði leik liðsins oftast ágætlega auk þess sem þáttur hinna ungu, Hilmars Smára og Arnórs Bjarka, var mikilvægur. Leikmenn Tindastóls geta flestir gert betur en þeir gerðu í kvöld. Antonio Hester var ágætur og Pétur Rúnar átti fína spretti en datt niður inn á milli auk þess að hitta fremur illa.Áhugaverð tölfræði:Það stendur upp úr að bekkurinn hjá Haukum skilar þeim 46 stigum í kvöld eða meira en helmingi stiga liðsins. Varamennirnir skoruðu til dæmis 8 af 10 þriggja stiga körfum liðsins í kvöld. Plús/mínus tölfræði þeirra er sömuleiðis áhugaverð því allir byrjunarliðsmenn Hauka eru í mínus en flestir af bekknum í plús. Haukar töpuðu hvorki fleiri né færri en 24 boltum í leiknum og Tindastóll 21 bolta en þrátt fyrir það skoruðu Haukar fleiri stig eftir mistök Tindastóls en Stólarnir gerðu eftir mistök Hauka í sókninni.Hvað gekk illa? Tindastóli gekk illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins 6 af 23 skotum þeirra þar fóru ofan í körfuna og ljóst að Stólarnir geta vart beðið eftir endurkomu Chris Caird sem er meiddur. Lykilmenn Tindastóls gerðu oft á tíðum klaufaleg mistök sóknarlega og misnotuðu opin skot á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þeir sýndu þó karakter þegar Haukar voru komnir 9 stigum yfir og gerðu leikinn spennandi undir lokin. Eins og áður kom fram töpuðu bæði liðin mörgum boltum í sókninni. Haukar voru auðvitað að spila mönnum sem lítinn spiltíma hafa fengið í vetur og því skiljanlegt að sóknarleikurinn hökti. Tindastólsmenn hljóta hins vegar að hafa nokkrar áhyggjur af sínum leik eftir tvo tapleiki í röð og úrslitakeppnin að nálgast.Hvað næst?Tímabilinu er lokið hjá Haukum þetta árið. Þeir enda í 10. sæti eftir að hafa farið alla leið í lokaúrslit í fyrra. Vonbrigðaár hjá þeim. Tindastóll á framundan spennandi úrslitakeppni. Þeir mæta Keflavík í 8-liða úrslitum og verður án efa hart barist. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildinni í vetur og þar af unnu Keflvíkingar stórsigur á heimavelli sínum. Þeir eru því engir óskamótherjar fyrir Tindastól en bæði liðin fara inn í úrslitakeppnina með töp í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni.Haukar-Tindastóll 77-74 (14-18, 20-18, 16-24, 27-14)Haukar: Cedrick Taylor Bowen 19/8 fráköst, Emil Barja 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Bjarki Ívarsson 8, Breki Gylfason 8, Haukur Óskarsson 7, Hilmar Smári Henningsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 6, Sherrod Nigel Wright 6/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/12 fráköst.Tindastóll: Antonio Hester 19/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 17/9 fráköst, Viðar Ágústsson 8/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Friðrik Þór Stefánsson 3, Hannes Ingi Másson 2. Kristinn: Við klikkuðum á mörgum sviðum í veturBekkurinn hjá Haukum skilaði 46 stigum í kvöld.Kristinn Jónasson aðstoðarþjálfari Hauka mætti í viðtal í stað Ívars Ásgrímssonar þjálfara. Kristinn var mjög ánægður með karakterinn sem hans menn sýndu í kvöld. „Þetta er virkilega ljúft. Bekkurinn okkar á stórt hrós skilið í dag, það mæta allir inn ákveðnir. Við tökum þetta sem gott veganesti fyrir næsta tímabil og vinnum í okkar málum í sumar. Það eru allir vinklar í félaginu sem þurfa að gera betur og það verður gert,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi eftir leik en Haukar enduðu í 10. sæti deildarinnar eftir að hafa farið alla leið í lokaúrslit í fyrra. „Við klikkum á mörgum sviðum. Nú vitum við hvernig við eigum ekki að gera þetta. Ég veit ekki hvort við vorum full hrokafullir eftir úrslitakeppnina í fyrra. Það þarf kannski ekkert að vera en það varð eitthvað mynstur sem við náðum okkur ekki út úr, þetta tapmynstur. Við náðum ekki að klára leiki og ég held að við séum að enda í 10. sæti en skorum samt fleiri stig í vetur en við fengum á okkur,“ bætti Kristinn við. Haukar gáfu leikmönnum tækifæri í kvöld sem ekki hafa fengið stórt hlutverk hjá liðinu í vetur. Það gekk heldur betur eftir og varamennirnir skoruðu alls 46 stig. „Bekkurinn á þennan sigur skilið. Maður sá það á mönnum að þeir voru tilbúnir að koma inná. Það lagaðist spilamennskan þegar bekkurinn var inná. Auðvitað koma menn brjálaðir inn þegar þeir fá tækifærið.“ Mikið hefur verið rætt um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar fyrir leikinn gegn Snæfellingum og sagði Ívar sjálfur í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson hjá Vísi að hann hefði ekki haldið starfinu hefði sá leikur tapast. Kristinn vildi ekkert segja um framhald þjálfarateymis Hauka. „Ég myndi vilja halda öllum þeim póstum sem við höfum og við munum ganga strax í það að klára samninga við leikmenn og verða þjálfaramálin einnig skoðuð, allir þjálfarar,“ sagði Kristinn að lokum. Martin: Erum ekki að spila sem liðIsrael Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur.vísir/ernirIsrael Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3.sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum. Kristján Leifur: Bekkurinn negldi niður þristumÚr leik Hauka fyrr í veturKristján Leifur Sverrisson skoraði sex stig fyrir Hauka í sigrinum á Tindastóli í kvöld. Hann var ánægður með sigurinn en viðurkenndi að það væri svekkjandi að missa af úrslitakeppninni. „Við tókum þennan fjórða leikhluta þar sem bekkurinn negldi niður þristum og þeir enda með miklu fleiri stig en við sem byrjuðum inná. Í heildina var þetta ágætur leikur og við náðum að klára þetta í lokin, það er bara flott,“ sagði Kristján Leifur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. Eftir að hafa verið 10 stigum undir eftir þriðja leikhlutann náðu Haukar frábærum lokaleikhluta sem tryggði þeim sigurinn. „Skotin fóru að detta og bekkurinn var frábær. Þetta small allt saman og við komumst 10 stigum yfir. Við misstum það aðeins niður í lokin en náðum að klára sigurinn.“ Tímabilið hefur verið vonbrigði fyrir Hauka sem fóru alla leið í úrslit Íslandsmótsins í fyrra þar sem þeir biðu lægri hlut gegn KR. „Núna erum við að sýna fólki hvað við hefðum getað verið að gera í allan vetur. Það er svekkjandi að hugsa um að við værum í úrslitakeppni ef við hefðum spilað svona. Það er flott að sýna í þremur síðustu leikjunum hvað við getum,“ sagði Kristján Leifur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Martin: Erum ekki að spila sem lið Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. 9. mars 2017 22:15 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Sjá meira
Martin: Erum ekki að spila sem lið Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. 9. mars 2017 22:15