Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 73-78 | Titilinn á loft í vesturbænum en Stjarnan náði í 2. sætið Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. mars 2017 21:00 Brynjar Þór Björnsson og sonur hans, Bjartmar, taka við bikarnum. vísir/óskaró Stjarnan vann frábæran sigur á KR, 78-73, í lokaumferð Dominos-deildar karla í kvöld og tryggði sér 2. Sætið í deildinni eftir að Tindastóll tapaði fyrir Haukum fyrir norðan. KR fékk afhendan deildarmeistaratitilinn að leik loknum. Leikurinn var aldrei nein stórskotasýning og voru bæði lið ekki að spila sinn besta leik. KR var orðið deildarmeistari fyrir leikinn. KR mætir því Þór Ak. í átta liða úrslitunum en Stjarnan mætir ÍR.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var kannski örlítið betra en andstæðingurinn en það munaði alls ekki miklu. Leikurinn í kvöld bauð ekki upp á mikið og engan stjörnubolta. Það var ekki að sjá að hérna væru liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar að mætast. Lítið undir en bæði lið þurfa heldur betur að keyra sig í gang fyrir úrslitakeppnina. Það jákvæða var að Justin Shouse hitaði upp í Stjörnubúningnum. Hann tók ekki þátt en mun líklega vera klár bráðlega.Bestu menn vallarins? Anthony Odunsi skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og Philip Alawoya var með 19 stig fyrir KR.Hvað gekk illa ? Bæði lið þurfa heldur betur að skoða sinn leik. Stjörnumenn komu sterki inn undir lokin en KR þarf að spila betur.KR-Stjarnan 73-78 (19-19, 19-21, 24-14, 11-24)KR: Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 13/13 fráköst, Darri Hilmarsson 6/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Arnór Hermannsson 2, Orri Hilmarsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Stjarnan: Anthony Odunsi 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 8, Justin Shouse 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0. Finnur: Mjög stoltur af þessum árangriFinnur með KR.„Ég er mjög stoltur af þessum árangri,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem hefur núna unnið fjóra deildarmeistaratitla í röð. Það er met og hefur enginn þjálfari afrekað slíkt. „Þessi leikur í kvöld var ákveðin vonbrigði. Það er kannski erfitt að gíra sig upp í svona leik. Við vildum gera vel en við náðum fæstum lausum boltum og öðru slíku. Það vantaði smá upp á baráttuna.“ Stjarnan gerði bara vel undir lokin og við vorum í vandræðum. Framan er viðureign KR á móti Þór Ak. Þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem margir KR-ingar ættu að kannast við. „Okkur líst bara vel á þann mótherja. Þeir bökkuðu okkur saman á dögunum og því trúi ég ekki öðru en að við komum alveg brjálaðir inn í fyrsta leik á móti þeim. Það skipti í raun aldrei máli hvaða liði við vorum að fara mæta, það var alltaf að fara vera hörkulið.“ Hrafn: Náðum að hrista af okkur þennan doðaHrafn á hliðarlínunni í með Stjörnunni.vísir/stefán„Við töluðum varla um það að þetta væri möguleiki fyrr en í síðasta leikhlutanum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði í annað sæti deildarinnar eftir að Tindastóll missteig sig illa gegn Haukum fyrir norðan í kvöld. „Ég er aðallega ánægður með að við náðum að hrista af okkur þennan doða sem hefur verið í kringum okkur undanfarna leiki.“ Hann segir að liðið hafi aðallega sýnt sjálfum sér að það væri tilbúið í slaginn. „Við vissum að Stólarnir hefðu tapað þegar fimm og hálf mínúta var eftir af leiknum. Ég lét bara 2-3 leikmenn vita. Leikmenn sem ég vissi að myndu stíga upp.“ Stjarnan mætir ÍR í átta liða úrslitum. „Það einvígi sem framundan er ætti aldeilis að brýna okkur upp. Við erum bara sigurvegarar í kvöld og það er það sem skiptir máli, að vera inn í einvígið sem sigurvegari. Það þýðir ekkert að pæla í því að það hafi kannski verið betra fyrir okkur að fá annan mótherja.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur á KR, 78-73, í lokaumferð Dominos-deildar karla í kvöld og tryggði sér 2. Sætið í deildinni eftir að Tindastóll tapaði fyrir Haukum fyrir norðan. KR fékk afhendan deildarmeistaratitilinn að leik loknum. Leikurinn var aldrei nein stórskotasýning og voru bæði lið ekki að spila sinn besta leik. KR var orðið deildarmeistari fyrir leikinn. KR mætir því Þór Ak. í átta liða úrslitunum en Stjarnan mætir ÍR.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var kannski örlítið betra en andstæðingurinn en það munaði alls ekki miklu. Leikurinn í kvöld bauð ekki upp á mikið og engan stjörnubolta. Það var ekki að sjá að hérna væru liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar að mætast. Lítið undir en bæði lið þurfa heldur betur að keyra sig í gang fyrir úrslitakeppnina. Það jákvæða var að Justin Shouse hitaði upp í Stjörnubúningnum. Hann tók ekki þátt en mun líklega vera klár bráðlega.Bestu menn vallarins? Anthony Odunsi skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og Philip Alawoya var með 19 stig fyrir KR.Hvað gekk illa ? Bæði lið þurfa heldur betur að skoða sinn leik. Stjörnumenn komu sterki inn undir lokin en KR þarf að spila betur.KR-Stjarnan 73-78 (19-19, 19-21, 24-14, 11-24)KR: Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 13/13 fráköst, Darri Hilmarsson 6/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Arnór Hermannsson 2, Orri Hilmarsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Stjarnan: Anthony Odunsi 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 8, Justin Shouse 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0. Finnur: Mjög stoltur af þessum árangriFinnur með KR.„Ég er mjög stoltur af þessum árangri,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem hefur núna unnið fjóra deildarmeistaratitla í röð. Það er met og hefur enginn þjálfari afrekað slíkt. „Þessi leikur í kvöld var ákveðin vonbrigði. Það er kannski erfitt að gíra sig upp í svona leik. Við vildum gera vel en við náðum fæstum lausum boltum og öðru slíku. Það vantaði smá upp á baráttuna.“ Stjarnan gerði bara vel undir lokin og við vorum í vandræðum. Framan er viðureign KR á móti Þór Ak. Þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem margir KR-ingar ættu að kannast við. „Okkur líst bara vel á þann mótherja. Þeir bökkuðu okkur saman á dögunum og því trúi ég ekki öðru en að við komum alveg brjálaðir inn í fyrsta leik á móti þeim. Það skipti í raun aldrei máli hvaða liði við vorum að fara mæta, það var alltaf að fara vera hörkulið.“ Hrafn: Náðum að hrista af okkur þennan doðaHrafn á hliðarlínunni í með Stjörnunni.vísir/stefán„Við töluðum varla um það að þetta væri möguleiki fyrr en í síðasta leikhlutanum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði í annað sæti deildarinnar eftir að Tindastóll missteig sig illa gegn Haukum fyrir norðan í kvöld. „Ég er aðallega ánægður með að við náðum að hrista af okkur þennan doða sem hefur verið í kringum okkur undanfarna leiki.“ Hann segir að liðið hafi aðallega sýnt sjálfum sér að það væri tilbúið í slaginn. „Við vissum að Stólarnir hefðu tapað þegar fimm og hálf mínúta var eftir af leiknum. Ég lét bara 2-3 leikmenn vita. Leikmenn sem ég vissi að myndu stíga upp.“ Stjarnan mætir ÍR í átta liða úrslitum. „Það einvígi sem framundan er ætti aldeilis að brýna okkur upp. Við erum bara sigurvegarar í kvöld og það er það sem skiptir máli, að vera inn í einvígið sem sigurvegari. Það þýðir ekkert að pæla í því að það hafi kannski verið betra fyrir okkur að fá annan mótherja.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira