Fótbolti

Xabi hættir í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xabi vann HM með Spánverjum árið 2010.
Xabi vann HM með Spánverjum árið 2010. vísir/getty
Miðjumaðurinn magnaði, Xabi Alonso, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins.

Það hefur verið orðrómur um að hann ætlaði sér að hætta í tvo mánuði og nú hefur Xabi staðfest orðrómana.

Hann verður 36 ára gamall í lok nóvember en er engu að síður enn að spila vel fyrir Bayern.

Hann hóf feril sinn hjá Real Sociedad og var svo hjá Liverpool frá 2004 til 2009. Hápunktur hans þar var að vinna Meistaradeildina í Istanbúl.





Xabi spilaði svo með Real Madrid frá 2009 til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann svo verið í herbúðum Bayern í Þýskalandi.

Þessi magnaði leikmaður þarf ekkert að skammast sín mikið fyrir sinn feril. Hann spilaði 114 landsleiki fyrir Spánverja og varð tvisvar Evrópumeistari og einu sinni heimsmeistari.

Hann vann Meistaradeildina í tvígang með Real Madrid sem og spænsku deildina einu sinni. Tveir bikartitlar komu líka í hús þar og Xabi vann einnig enska bikarnn með Liverpool.

Hjá Bayern er hann búinn að vinna deildina tvisvar og þýsku bikarkeppnina einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×