Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2017 08:30 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira