Valtteri Bottas fljótastur á öðrum æfingadegi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. mars 2017 23:00 Valtteri Bottas fór hraðast allra í dag. Vísir/Getty Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi. Fljótasti maður gærdagsins, Felipe Massa varð annar í dag á hraðari tíma en í gær á Williams bílnum. Massa ók 63 hringi en eftir hádegi settist Lance Stroll undir stýri í Williams bílnum og ók 59 stórvandræðalausa hringi. Kimi Raikkonen varð þriðji fljótastur í dag en fór ekki nema 53 hringi. Ferrari bíllinn var að glíma við vökvakerfisvandræði í morgun og svo flaug Finninn útaf eftir hádegi og skaddaði framvænginn. Eftir það var ævintýrið úti í dag.Ætli Fernando Alonso verði í bílnum í Ástralíu þann 26. mars?Vísir/gettyMcLaren bíllinn fór skemmst allra bíla í dag. Hann fór 46 hringi undir stjórn Fernando Alonso. Vaxandi orðrómur er á kreiki um að Alonso verði hugsanlega ekki með McLaren liðinu í keppnum tímabilsins. Það á þó eftir að koma nánar í ljós þegar nær dregur. Einungis tveir dagar eru eftir af æfingum þangað til liðin koma sér fyrir í Ástralíu þar sem fyrsta keppni tímabilsins fer fram eftir 18 daga. Vísir mun fylgjast áfram með æfingum á morgun. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01 Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. 8. mars 2017 14:00 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi. Fljótasti maður gærdagsins, Felipe Massa varð annar í dag á hraðari tíma en í gær á Williams bílnum. Massa ók 63 hringi en eftir hádegi settist Lance Stroll undir stýri í Williams bílnum og ók 59 stórvandræðalausa hringi. Kimi Raikkonen varð þriðji fljótastur í dag en fór ekki nema 53 hringi. Ferrari bíllinn var að glíma við vökvakerfisvandræði í morgun og svo flaug Finninn útaf eftir hádegi og skaddaði framvænginn. Eftir það var ævintýrið úti í dag.Ætli Fernando Alonso verði í bílnum í Ástralíu þann 26. mars?Vísir/gettyMcLaren bíllinn fór skemmst allra bíla í dag. Hann fór 46 hringi undir stjórn Fernando Alonso. Vaxandi orðrómur er á kreiki um að Alonso verði hugsanlega ekki með McLaren liðinu í keppnum tímabilsins. Það á þó eftir að koma nánar í ljós þegar nær dregur. Einungis tveir dagar eru eftir af æfingum þangað til liðin koma sér fyrir í Ástralíu þar sem fyrsta keppni tímabilsins fer fram eftir 18 daga. Vísir mun fylgjast áfram með æfingum á morgun.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01 Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. 8. mars 2017 14:00 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01
Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. 8. mars 2017 14:00
Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30