Liðin í 5. til 9. sæti geta öll endað með 22 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 06:30 Matthías Orri Sigurðarson á mikinn þátt í uppgangi ÍR eftir áramót en liðið þarf að ná í úrslit í kvöld til að komast í úrslitakeppnina. vísir/eyþór Svo gæti farið eftir leiki kvöldsins í lokaumferð Domino´s deildar karla að eitt lið með 22 stig missi af úrslitakeppninni en að annað lið með 22 stig endi í fimmta sæti. Úrvalsdeild karla hefur sjaldan verið jafnari en í ár og þótt úrslit síðustu umferðar hafi komið í veg fyrir úrslitaleiki um deildarmeistaratitil og fall þá er mikið undir í leikjum kvöldsins.Margir möguleikar í stöðunni Fréttablaðið hefur legið yfir mögulegum útkomum eftir lokaumferðina í kvöld og þar eru margir möguleikar fyrir liðin sem keppa um laus sæti í úrslitakeppninni. KR hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn, Skallagrímur og Snæfell eru fallin og Haukarnir eru fastir í einskismannslandi í 10. sætinu. Stjarnan og Tindastóll keppa um 2. sætið og mögulegan heimavallarrétt í undanúrslitum komist þau þangað, þannig að það er mikið undir hjá þeim þótt sætið í úrslitakeppninni og heimavallarréttur í átta liða úrslitum séu í höfn fyrir löngu síðan. Tindastóll verður alltaf ofar endi liðin með jafnmörg stig. Málið flækist hins vegar þegar við skoðum stöðu hinna fimm liðanna. Keflavík og Þór Þorlákshöfn eru bæði með 22 stig og örugg inn í úrslitakeppnina. Hin þrjú liðin sem gætu endaði með 22 stig, Þór Akureyri, ÍR og Njarðvík, eru ekki örugg en þó í misgóðri stöðu. Akureyrar-Þórsarar búa að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti Njarðvík en eru hins vegar verri innbyrðis á móti ÍR. ÍR-ingar gætu því komist í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap á móti Keflavík ef Snæfell vinnur Þór Akureyri og Njarðvík vinnur Þórsara úr Þorlákshöfn.Verða að vinna í kvöld Eina liðið sem verður að vinna til að eiga einhverja von er Njarðvík. Það er ekki hægt að reikna liðið inn í úrslitakeppnina nema ef það vinnur í Þorlákshöfn. Það gæti meira segja ekki dugað ef öll fimm liðin verða jöfn með 22 stig því þá sæti Njarðvík eftir í 9. sætinu. Njarðvíkingar eru verri innbyrðis á móti öllum. Akureyrar-Þórsarar eru í mjög góðri stöðu enda á heimavelli á móti neðsta liðinu í deildinni. Snæfell hefur ekki unnið leik í vetur og Þórsliðið er öruggt inn með sigri. ÍR-ingar geta hoppað hæst af liðunum í sjöunda til níunda sæti eða alla leið upp í 5. sætið og þeir eru á heimavelli þar sem liðið hefur unnið sex leiki í röð. Mótherjinn er hins vegar ekki af verri endanum, eða endurfætt Keflavíkurlið sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.Horfa líka upp Lið Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn geta bæði horft ofar í töfluna og draumur um heimavallarrétt í átta liða úrslitum lifir hjá báðum liðum. Það verður þó aldrei nema ef Grindavíkinga misstíga sig á móti föllnum Borgnesingum. Hér á síðunni er farið yfir möguleika liðanna fimm sem þurfa að treysta bæði á sig og aðra í kvöld.Svona lítur lokakvöld deildarkeppninnar út fyrir liðin í Domino's deildinniKR: 1. sætiTindastóll: 2. eða 3. sætiStjarnan: 2. eða 3. sætiHaukar: 10. sætiSkallagrímur: 11. sætiSnæfell: 12. sætiGrindavík: 4. til 5. sætiFyrir bjartsýna: Grindavík tryggir sér 4. sætið með sigri á Skallagrími á heimavelli.Fyrir svartsýna: Grindavík getur dottið niður í 5. sætið tapi liðið fyrir Skallagrími á sama tíma og Þór Þorlákshöfn eða Keflavíkur vinnur sinn leik. Grindavík er verri innbyrðis á móti bæði Keflavík og Þór Þorl.Þór Þorl. 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar geta náð 4. sætinu vinni þeir Njarðvík á sama tíma og Grindavík og Keflavík tapa bæði sínum leikjum. Þór er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Grindavík og Keflavík.Fyrir svartsýna: Þórsarar geta farið alla leið niður í 7. sæti. Það myndi gerast er þeir tapa á móti Njarðvík á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Þór Akureyri vinnur Snæfell.Keflavík: 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Keflvíkingar geta náð 4. sætinu, vinni þeir ÍR á sama tíma og Grindavík og Þór Þorlákshöfn tapa bæði sínum leikjum. Keflavík er með betri innbyrðisstöðu á móti Grindavík.Fyrir svartsýna: Keflvíkingar geta farið alla leið niður í 7. sæti en þá þurfa úrslitin að vera þeim afar óhagstæð. Það myndi gerast ef þeir tapa stórt á móti ÍR sama tíma, Njarðvík vinnur Þór naumlega og Snæfell vinnur Þór Akureyri.Þór Ak.: 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar komast ekki ofar en í sjötta sætið en þeir myndu enda þar með sigri á Snæfelli á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: Þórsarar missa ekki af úrslitakeppninni nema ef þeir tapa á móti Snæfelli á sama tíma og Njarðvík vinnur sinn leik. Þórsarar eru bestir innbyrðis ef þeir eru jafnir ÍR og Njarðvík en ÍR er aftur á móti betra innbyrðis á móti Þór verði þau tvö bara jöfn.ÍR: 5. til 9. sætiFyrir bjartsýna: ÍR-ingar geta komist alla leið upp í fimmta sætið en til þess þurfa þeir að vinna Keflavík, Snæfell að vinna Þór Akureyri og Njarðvík að vinna Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: ÍR-ingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Keflavík á sama tíma og Þór Akureyri vinnur Snæfell og Njarðvík vinnur Þór úr Þorlákshöfn.Njarðvík 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Njarðvíkingar komast hæst upp í sjötta sætið ef þeir vinna Þór Þorlákshöfn með meira en 16 stigum, Keflavík vinnur ÍR og Snæfell vinnur Þór Ak.Fyrir svartsýna: Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Þór Þorlákshöfn.Stig liðanna fyrir lokaumferðina: 34 stig KR 30 stig Tindastóll og Stjarnan 24 stig Grindavík 22 stig Þór Þorl. og Keflavík 20 stig Þór Ak., ÍR og Njarðvík 16 stig Haukar 14 stig Skallagrímur 0 stig Snæfell Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Svo gæti farið eftir leiki kvöldsins í lokaumferð Domino´s deildar karla að eitt lið með 22 stig missi af úrslitakeppninni en að annað lið með 22 stig endi í fimmta sæti. Úrvalsdeild karla hefur sjaldan verið jafnari en í ár og þótt úrslit síðustu umferðar hafi komið í veg fyrir úrslitaleiki um deildarmeistaratitil og fall þá er mikið undir í leikjum kvöldsins.Margir möguleikar í stöðunni Fréttablaðið hefur legið yfir mögulegum útkomum eftir lokaumferðina í kvöld og þar eru margir möguleikar fyrir liðin sem keppa um laus sæti í úrslitakeppninni. KR hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn, Skallagrímur og Snæfell eru fallin og Haukarnir eru fastir í einskismannslandi í 10. sætinu. Stjarnan og Tindastóll keppa um 2. sætið og mögulegan heimavallarrétt í undanúrslitum komist þau þangað, þannig að það er mikið undir hjá þeim þótt sætið í úrslitakeppninni og heimavallarréttur í átta liða úrslitum séu í höfn fyrir löngu síðan. Tindastóll verður alltaf ofar endi liðin með jafnmörg stig. Málið flækist hins vegar þegar við skoðum stöðu hinna fimm liðanna. Keflavík og Þór Þorlákshöfn eru bæði með 22 stig og örugg inn í úrslitakeppnina. Hin þrjú liðin sem gætu endaði með 22 stig, Þór Akureyri, ÍR og Njarðvík, eru ekki örugg en þó í misgóðri stöðu. Akureyrar-Þórsarar búa að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti Njarðvík en eru hins vegar verri innbyrðis á móti ÍR. ÍR-ingar gætu því komist í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap á móti Keflavík ef Snæfell vinnur Þór Akureyri og Njarðvík vinnur Þórsara úr Þorlákshöfn.Verða að vinna í kvöld Eina liðið sem verður að vinna til að eiga einhverja von er Njarðvík. Það er ekki hægt að reikna liðið inn í úrslitakeppnina nema ef það vinnur í Þorlákshöfn. Það gæti meira segja ekki dugað ef öll fimm liðin verða jöfn með 22 stig því þá sæti Njarðvík eftir í 9. sætinu. Njarðvíkingar eru verri innbyrðis á móti öllum. Akureyrar-Þórsarar eru í mjög góðri stöðu enda á heimavelli á móti neðsta liðinu í deildinni. Snæfell hefur ekki unnið leik í vetur og Þórsliðið er öruggt inn með sigri. ÍR-ingar geta hoppað hæst af liðunum í sjöunda til níunda sæti eða alla leið upp í 5. sætið og þeir eru á heimavelli þar sem liðið hefur unnið sex leiki í röð. Mótherjinn er hins vegar ekki af verri endanum, eða endurfætt Keflavíkurlið sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.Horfa líka upp Lið Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn geta bæði horft ofar í töfluna og draumur um heimavallarrétt í átta liða úrslitum lifir hjá báðum liðum. Það verður þó aldrei nema ef Grindavíkinga misstíga sig á móti föllnum Borgnesingum. Hér á síðunni er farið yfir möguleika liðanna fimm sem þurfa að treysta bæði á sig og aðra í kvöld.Svona lítur lokakvöld deildarkeppninnar út fyrir liðin í Domino's deildinniKR: 1. sætiTindastóll: 2. eða 3. sætiStjarnan: 2. eða 3. sætiHaukar: 10. sætiSkallagrímur: 11. sætiSnæfell: 12. sætiGrindavík: 4. til 5. sætiFyrir bjartsýna: Grindavík tryggir sér 4. sætið með sigri á Skallagrími á heimavelli.Fyrir svartsýna: Grindavík getur dottið niður í 5. sætið tapi liðið fyrir Skallagrími á sama tíma og Þór Þorlákshöfn eða Keflavíkur vinnur sinn leik. Grindavík er verri innbyrðis á móti bæði Keflavík og Þór Þorl.Þór Þorl. 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar geta náð 4. sætinu vinni þeir Njarðvík á sama tíma og Grindavík og Keflavík tapa bæði sínum leikjum. Þór er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Grindavík og Keflavík.Fyrir svartsýna: Þórsarar geta farið alla leið niður í 7. sæti. Það myndi gerast er þeir tapa á móti Njarðvík á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Þór Akureyri vinnur Snæfell.Keflavík: 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Keflvíkingar geta náð 4. sætinu, vinni þeir ÍR á sama tíma og Grindavík og Þór Þorlákshöfn tapa bæði sínum leikjum. Keflavík er með betri innbyrðisstöðu á móti Grindavík.Fyrir svartsýna: Keflvíkingar geta farið alla leið niður í 7. sæti en þá þurfa úrslitin að vera þeim afar óhagstæð. Það myndi gerast ef þeir tapa stórt á móti ÍR sama tíma, Njarðvík vinnur Þór naumlega og Snæfell vinnur Þór Akureyri.Þór Ak.: 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar komast ekki ofar en í sjötta sætið en þeir myndu enda þar með sigri á Snæfelli á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: Þórsarar missa ekki af úrslitakeppninni nema ef þeir tapa á móti Snæfelli á sama tíma og Njarðvík vinnur sinn leik. Þórsarar eru bestir innbyrðis ef þeir eru jafnir ÍR og Njarðvík en ÍR er aftur á móti betra innbyrðis á móti Þór verði þau tvö bara jöfn.ÍR: 5. til 9. sætiFyrir bjartsýna: ÍR-ingar geta komist alla leið upp í fimmta sætið en til þess þurfa þeir að vinna Keflavík, Snæfell að vinna Þór Akureyri og Njarðvík að vinna Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: ÍR-ingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Keflavík á sama tíma og Þór Akureyri vinnur Snæfell og Njarðvík vinnur Þór úr Þorlákshöfn.Njarðvík 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Njarðvíkingar komast hæst upp í sjötta sætið ef þeir vinna Þór Þorlákshöfn með meira en 16 stigum, Keflavík vinnur ÍR og Snæfell vinnur Þór Ak.Fyrir svartsýna: Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Þór Þorlákshöfn.Stig liðanna fyrir lokaumferðina: 34 stig KR 30 stig Tindastóll og Stjarnan 24 stig Grindavík 22 stig Þór Þorl. og Keflavík 20 stig Þór Ak., ÍR og Njarðvík 16 stig Haukar 14 stig Skallagrímur 0 stig Snæfell
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira