Annie Mist: Ætlar að verða aftur best í heimi í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 13:00 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Bylgjan Anníe Mist Þórisdóttir var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit og jafnframt sú fyrsta til að vinna Heimsleikana í CrossFit tvö ár í röð. Annie Mist vann Heimsleikana í CrossFit 2011 og 2012 og varð síðan í öðru sæti 2014. Annie var líka í öðru sæti 2010. Hún hefur ekki verið titilbaráttunni undanfarin tvö ár en er staðráðin í að breyta því í sumar Annie Mist mætti í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um komandi CrossFit tímabil. Annie Mist var í fimleikum, dansi og stangstökki snemma á sínum íþróttaferli en hvernig stóð á því að hún endaði í CrossFit. „Mig vantaði aðeins meiri fjölbreytni og fór að skrá mig í allskonar keppnir hér á Íslandi. Eitt af þessum mótum var CrossFit og það var árið 2009. Ég vann það CrossFit mót og fékk sæti á heimsmeistaramótinu 2009. Ég vissi ekki alveg hvað CrossFit var en stökk á tækifærið að fara til Bandaríkjanna. Eftir að ég hafði keppt úti þá vissi ég að það væri ekki aftur snúið. Ég var búin að finna það sem ég vildi gera,“ sagði Annie Mist „Þetta er svo fjölbreytt og ég er ekki að fá leið á þessu. CrossFit var fullkomið fyrir mig. Ég var ekki að þéna mikið 2009 og 2010 en þetta var það sem ég gerði og svo var ég bara að kenna með þessu,“ sagði Annie Mist en hún var með metnaðarfulla framtíðarsýn í náminu á þessum árum. „Ég var aðeins í háskólanum með þessu í efnafræði og lífefnafræði. Ég var að reyna að átta mig á því hvað ég vildi gera. Ég ætlaði alltaf í lækninn en var bara að fresta því aðeins á meðan. Frá árinu 2011 er ég búin að vera atvinnumaður í CrossFit,“ sagði Annie Mist. Hún meiddi sig á baki árið 2013 og gat af þeim sökum ekki varið titilinn sinn. Hún hefur heldur ekki unnið hann síðan. „Þú getur bara tekið eitt ár í einu og ég er bara þakklát fyrir hver ár sem ég fæ. Ég ætla að keppa á mótinu aftur í ár og mig langar að vinna þetta einu sinni enn. Það er eins gott að það gerist núna í ár en svo sé ég bara til hvað gerist eftir það,“ sagði Annie Mist. „Það er nóg að vera með einn veikleika og það getur kostað þig svolítið mikið,“ sagði Annie Mist en hún segir í viðtalinu meðal annars frá veikleika sínum og upplifun sinni af keppninni undanfarin ár. „Ég hef alltaf fylgt þeirri trú að hausinn á manni gefist upp áður en líkaminn gefst upp. Ég aldrei verið hrædd við að ýta sjálfri mér örlítið lengra og ég hef alltaf farið alla leið. Þegar mér líður eins og ég sé að gefast upp þá veit ég að ég aðeins meira. Það gerðist ekki 2015 því hausinn var inni allan tímann en svo hætti líkaminn bara að virka ,“ sagði Annie Mist en hún lenti í því að fá hitaslag í mótinu 2015 og varð að hætta keppni. „Líkaminn hætti bara að virka, fæturnir duttu undan mér og mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er eitt það versta sem ég hef upplifað því mér fannst ég ekki stjórna neinu lengur sjálf. Í fyrra gerði ég allt til að undirbúa mig, fór snemma út og var að æfa mig fyrir hitann,“ sagði Annie Mist en þá var það ekki skrokkurinn sem klikkaði. „Í fyrra var hausinn á mér í rugli en þetta á að vera í lagi hjá mér í ár. Ég ætla að vinna þetta. Ég er búin að vinna í þessum vandamálum og er tilbúin að keppa í sólinni,“ sagði Annie Mist. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Annie Mist í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit og jafnframt sú fyrsta til að vinna Heimsleikana í CrossFit tvö ár í röð. Annie Mist vann Heimsleikana í CrossFit 2011 og 2012 og varð síðan í öðru sæti 2014. Annie var líka í öðru sæti 2010. Hún hefur ekki verið titilbaráttunni undanfarin tvö ár en er staðráðin í að breyta því í sumar Annie Mist mætti í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um komandi CrossFit tímabil. Annie Mist var í fimleikum, dansi og stangstökki snemma á sínum íþróttaferli en hvernig stóð á því að hún endaði í CrossFit. „Mig vantaði aðeins meiri fjölbreytni og fór að skrá mig í allskonar keppnir hér á Íslandi. Eitt af þessum mótum var CrossFit og það var árið 2009. Ég vann það CrossFit mót og fékk sæti á heimsmeistaramótinu 2009. Ég vissi ekki alveg hvað CrossFit var en stökk á tækifærið að fara til Bandaríkjanna. Eftir að ég hafði keppt úti þá vissi ég að það væri ekki aftur snúið. Ég var búin að finna það sem ég vildi gera,“ sagði Annie Mist „Þetta er svo fjölbreytt og ég er ekki að fá leið á þessu. CrossFit var fullkomið fyrir mig. Ég var ekki að þéna mikið 2009 og 2010 en þetta var það sem ég gerði og svo var ég bara að kenna með þessu,“ sagði Annie Mist en hún var með metnaðarfulla framtíðarsýn í náminu á þessum árum. „Ég var aðeins í háskólanum með þessu í efnafræði og lífefnafræði. Ég var að reyna að átta mig á því hvað ég vildi gera. Ég ætlaði alltaf í lækninn en var bara að fresta því aðeins á meðan. Frá árinu 2011 er ég búin að vera atvinnumaður í CrossFit,“ sagði Annie Mist. Hún meiddi sig á baki árið 2013 og gat af þeim sökum ekki varið titilinn sinn. Hún hefur heldur ekki unnið hann síðan. „Þú getur bara tekið eitt ár í einu og ég er bara þakklát fyrir hver ár sem ég fæ. Ég ætla að keppa á mótinu aftur í ár og mig langar að vinna þetta einu sinni enn. Það er eins gott að það gerist núna í ár en svo sé ég bara til hvað gerist eftir það,“ sagði Annie Mist. „Það er nóg að vera með einn veikleika og það getur kostað þig svolítið mikið,“ sagði Annie Mist en hún segir í viðtalinu meðal annars frá veikleika sínum og upplifun sinni af keppninni undanfarin ár. „Ég hef alltaf fylgt þeirri trú að hausinn á manni gefist upp áður en líkaminn gefst upp. Ég aldrei verið hrædd við að ýta sjálfri mér örlítið lengra og ég hef alltaf farið alla leið. Þegar mér líður eins og ég sé að gefast upp þá veit ég að ég aðeins meira. Það gerðist ekki 2015 því hausinn var inni allan tímann en svo hætti líkaminn bara að virka ,“ sagði Annie Mist en hún lenti í því að fá hitaslag í mótinu 2015 og varð að hætta keppni. „Líkaminn hætti bara að virka, fæturnir duttu undan mér og mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er eitt það versta sem ég hef upplifað því mér fannst ég ekki stjórna neinu lengur sjálf. Í fyrra gerði ég allt til að undirbúa mig, fór snemma út og var að æfa mig fyrir hitann,“ sagði Annie Mist en þá var það ekki skrokkurinn sem klikkaði. „Í fyrra var hausinn á mér í rugli en þetta á að vera í lagi hjá mér í ár. Ég ætla að vinna þetta. Ég er búin að vinna í þessum vandamálum og er tilbúin að keppa í sólinni,“ sagði Annie Mist. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Annie Mist í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti