Nennir ekki dómaratuði úr stúkunni og auglýsir formlega eftir stuðningi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 10:00 Hörður Axel vill sjá menn með kústa og fyndna hatta í stúkunni í úrslitakeppninni. vísir/ernir/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson. Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira