Ljónagryfjan stóð í ljósum Loga: „Fæ mér árskort í Njarðvík ef hann spilar til 45 ára aldurs“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 15:00 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira