Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 09:30 Haraldur Nelson með syni sínum Gunnari Nelson. vísir/böddi tg Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér. MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér.
MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00