Ívar: Bara hlegið og öskrað í Körfuboltakvöldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 09:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum