Ívar: Bara hlegið og öskrað í Körfuboltakvöldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 09:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00