Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 06:00 Sandra María Jessen verður ekki meira með. Vísir/Anton Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira