Brynjar Þór: Ég var ekki að fara að berja hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 21:46 Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, bauð upp á skotsýningu framan af 82-80 sigurleik KR gegn Keflavík í Domino´s-deild karla kvöld en hann skoraði úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotunum sínum. „Mér leið ágætlega fyrir leikinn,“ sagði hann við Vísi í leikslok. „Ég var búinn að vera ógeðslega stífur í vikunni. Ég tók eina hnébeygju á mánudaginn og leið eins og gömlum manni í þrjá daga en ég var ágætur í dag.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ótrúlega skytta dettur í svona ham. „Þegar maður fær einn opinn þrist þá líður menn ágætlega en annars líður mér alltaf vel þegar ég skýt boltanum. Mér leið ekkert alltof vel fyrir leikinn en stundum hittir maður betur ef maður er ekki með of miklar væntingar,“ sagði Brynjar Þór sem er ósáttur við að hleypa Keflavík inn í leikinn. „Fjórði leikhlutinn hefur verið akkilesarhæll okkar í vetur. Við verðum alltaf svolítið staðir og horfum of mikið á Jón og Pavel og mig í staðinn fyrir að hlaupa kerfin okkar af krafti. Við þurfum að ræða þetta og bæta. Þetta er búið að gerast það oft eftir áramót að við verðum að nýta okkur þessa bjöllu sem er að hringja.“ Brynjar fékk tæknivillu undir lokin fyrir að öskra á Guðmund Jónsson sem hrinti honum í jörðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar lendir í svona atviki á móti Keflavík. „Við vorum dottnir í smá glímu þarna og ég spurði bara hvaða rugl þetta væri. Það má aðeins leyfa mönnum að pústa meira en er gert. Ég var augljóslega ekkert að fara að berja hann. Ég var bara aðeins að láta hann heyra það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-80 | Meistararnir sluppu með skrekkinn Íslandsmeistarar KR halda toppsætinu í Domino´s-deild karla eftir sigur á Keflavík. 2. mars 2017 21:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, bauð upp á skotsýningu framan af 82-80 sigurleik KR gegn Keflavík í Domino´s-deild karla kvöld en hann skoraði úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotunum sínum. „Mér leið ágætlega fyrir leikinn,“ sagði hann við Vísi í leikslok. „Ég var búinn að vera ógeðslega stífur í vikunni. Ég tók eina hnébeygju á mánudaginn og leið eins og gömlum manni í þrjá daga en ég var ágætur í dag.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ótrúlega skytta dettur í svona ham. „Þegar maður fær einn opinn þrist þá líður menn ágætlega en annars líður mér alltaf vel þegar ég skýt boltanum. Mér leið ekkert alltof vel fyrir leikinn en stundum hittir maður betur ef maður er ekki með of miklar væntingar,“ sagði Brynjar Þór sem er ósáttur við að hleypa Keflavík inn í leikinn. „Fjórði leikhlutinn hefur verið akkilesarhæll okkar í vetur. Við verðum alltaf svolítið staðir og horfum of mikið á Jón og Pavel og mig í staðinn fyrir að hlaupa kerfin okkar af krafti. Við þurfum að ræða þetta og bæta. Þetta er búið að gerast það oft eftir áramót að við verðum að nýta okkur þessa bjöllu sem er að hringja.“ Brynjar fékk tæknivillu undir lokin fyrir að öskra á Guðmund Jónsson sem hrinti honum í jörðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar lendir í svona atviki á móti Keflavík. „Við vorum dottnir í smá glímu þarna og ég spurði bara hvaða rugl þetta væri. Það má aðeins leyfa mönnum að pústa meira en er gert. Ég var augljóslega ekkert að fara að berja hann. Ég var bara aðeins að láta hann heyra það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-80 | Meistararnir sluppu með skrekkinn Íslandsmeistarar KR halda toppsætinu í Domino´s-deild karla eftir sigur á Keflavík. 2. mars 2017 21:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-80 | Meistararnir sluppu með skrekkinn Íslandsmeistarar KR halda toppsætinu í Domino´s-deild karla eftir sigur á Keflavík. 2. mars 2017 21:45