Ríki ESB tekið við mun færri flóttamönnum en þau lofuðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 13:49 Ríki Evrópusambandsins hafa aðeins tekið við 8 prósentum af þeim heildarfjölda flóttamanna sem þau skuldbundu sig til að taka á móti samkvæmt áætlun sem gerð var árið 2015. Flóttamennirnir áttu að koma úr óheilsusamlegum og yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi og á Ítalíu og var stefnt að því að flytja alls 160 þúsund manns úr búðunum.Samkvæmt umfjöllun um málið á vef Guardian hafa aðeins 13546 manns verið fluttir úr búðunum, 3936 frá Ítalíu og 9610 frá Grikklandi, og aðeins tvö lönd hafa tekið á móti öllum þeim flóttamönnum sem þau sögðust ætla að taka við, það er Finnland og Malta. Þegar áætlunin var samþykkt árið 2015 var gert ráð fyrir að í september á þessu ári yrði lokið við að flytja flóttamennina úr búðunum og til ríkja ESB. Á blaðamannafundi í Brussel í dag varaði Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, við því að ríkin gætu sætt refsingum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar, meðal með háum dagsektum sem sambandi gæti lagt á þau. Þá sagði Avramopoulos að áætlunin myndi halda áfram ef markmiðunum væri ekki náð í september. „Ég vil vera alveg skýr. Það eru engar afsakanir fyrir aðildarríkin að standa ekki við sitt. Það er hægt að flytja alla þessa flóttamenn frá Ítalíu og Grikklandi fyrir september. Þetta stendur bara og fellur með pólítískum vilja aðildarríkjanna,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri flóttamenn verið fluttir úr búðunum en í síðasta mánuði eru tölurnar þó enn langt undir þeim viðmiðum sem sambandið setti sér upphaflega, það er að flytja 3000 manns á mánuði. Ungverjaland, Austurríki og Pólland hafa neitað að taka þátt í áætluninni og Tékkland, Búlgaría, Króatía og Slóvakía taka ekki þátt nema að takmörkuðu leyti. Þá hefur Bretland einnig ákveðið að taka ekki þátt. Flóttamenn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Ríki Evrópusambandsins hafa aðeins tekið við 8 prósentum af þeim heildarfjölda flóttamanna sem þau skuldbundu sig til að taka á móti samkvæmt áætlun sem gerð var árið 2015. Flóttamennirnir áttu að koma úr óheilsusamlegum og yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi og á Ítalíu og var stefnt að því að flytja alls 160 þúsund manns úr búðunum.Samkvæmt umfjöllun um málið á vef Guardian hafa aðeins 13546 manns verið fluttir úr búðunum, 3936 frá Ítalíu og 9610 frá Grikklandi, og aðeins tvö lönd hafa tekið á móti öllum þeim flóttamönnum sem þau sögðust ætla að taka við, það er Finnland og Malta. Þegar áætlunin var samþykkt árið 2015 var gert ráð fyrir að í september á þessu ári yrði lokið við að flytja flóttamennina úr búðunum og til ríkja ESB. Á blaðamannafundi í Brussel í dag varaði Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, við því að ríkin gætu sætt refsingum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar, meðal með háum dagsektum sem sambandi gæti lagt á þau. Þá sagði Avramopoulos að áætlunin myndi halda áfram ef markmiðunum væri ekki náð í september. „Ég vil vera alveg skýr. Það eru engar afsakanir fyrir aðildarríkin að standa ekki við sitt. Það er hægt að flytja alla þessa flóttamenn frá Ítalíu og Grikklandi fyrir september. Þetta stendur bara og fellur með pólítískum vilja aðildarríkjanna,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri flóttamenn verið fluttir úr búðunum en í síðasta mánuði eru tölurnar þó enn langt undir þeim viðmiðum sem sambandið setti sér upphaflega, það er að flytja 3000 manns á mánuði. Ungverjaland, Austurríki og Pólland hafa neitað að taka þátt í áætluninni og Tékkland, Búlgaría, Króatía og Slóvakía taka ekki þátt nema að takmörkuðu leyti. Þá hefur Bretland einnig ákveðið að taka ekki þátt.
Flóttamenn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira